Saga - 2022, Side 86
kynjuð orðræða og neikvætt viðhorf til kvenna grafið undan áunn-
um eða frekari réttindum og valdið misræmi, stöðnun og jafnvel
bak slagi.
Þannig endurspeglar orðræða um konur oft þversagnir og sýnir
að þróunin á aðstæðum kvenna, stöðu og viðhorfi til þeirra er ekki
línulaga og samfelld.5 Líkt og sagnritun um réttindabaráttu kvenna
er íslensk listasaga gjarnan rituð út frá áfangasýn eða einstökum
straumum, stefnum og viðfangsefnum.6 En sú mynd sem þá er
dregin upp er að vissu leyti einsleit og línuleg og þar með villandi.
Myndlist á Íslandi hafði lengi verið fábrotin en á öðrum og þriðja
áratug tuttugustu aldar birti til með aukinni áherslu stjórnvalda á
að styðja við menningu og listir.7 Á því tímabili sem hér um ræðir
stigu fram þrjár íslenskar myndlistarkonur sem höfðu útskrifast frá
Listaháskólanum í Kaupmannahöfn, þær Kristín Jónsdóttir, Júlíana
Sveinsdóttir og Nína Sæmundsson, og unnu alla ævi að eigin list-
sköpun.8 Þær sýndu verk sín á sýningum erlendis og hérlendis,
höfðu gengið í sama skóla og íslenskir starfsbræður þeirra, sýnt með
þeim hérlendis og erlendis og verið fjallað um þær í samtímaum -
ræðu. Í þeirri umfjöllun birtist hins vegar og mótast kynjuð orðræða
um íslenska myndlist.9
hanna guðlaug guðmundsdóttir84
5 Erla Hulda Halldórsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þor -
valds dóttir, „1916. Hún fór að kjósa“, 35–89.
6 Hér er átt við allt frá upphafi tuttugustu aldar, í tímaritum og dagblöðum, sem
og í listasögubókum: Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld. Drög
að sögulegu yfirliti, bindi I og II (Reykjavík: Helgafell, 1964 og 1973); Íslensk lista-
saga. Frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, ritstj. Ólafur Kvaran, bindi I–V,
(Reykjavík: Forlagið, 2011).
7 Ólafur Rastrick, Háborgin. Menning, fagurfræði og pólitík í upphafi tuttugustu aldar
(Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2013), 152–165; Júlíana Gottskálksdóttir, „„að efla
þekkingu og áhuga Íslendinga á fögrum listum…“: Um starf Listvinafélags
Íslands“, Árbók Listasafns Íslands 1989, 2, ritstj. Bera Nordal (Reykjavík: Listasafn
Íslands, 1990), 16.
8 Þess ber að geta að nær 40 íslenskar konur höfðu hlotið einhvers konar leiðsögn
í teikningu og málun, á Íslandi og í útlöndum, í lok nítjándu aldar. Á tímabilinu
1873–1909 hafði á annan tug íslenskra kvenna stundað nám í myndlist á erlend-
um vettvangi. Sjá: Hrafnhildur Schram, Huldukonur í íslenskri myndlist (Reykja -
vík: Þjóðminjasafn Íslands, 2005), 18; Dagný Heiðdal, Aldamótakonur og íslensk
listvakning, Ritsafn Sagnfræðistofnunar 31 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Há -
skóla Íslands, 1993), 71.
9 Femíníska listfræðinga greinir á um hvort nota eigi orðið „myndlistarkonur“ og
aðgreina þær þannig frá myndlistarmönnum, hvort það sé smættun á framlagi