Saga - 2022, Side 87
Myndlistarkonur störfuðu ekki til hliðar við sögu og samfélag og
því fléttast óhjákvæmilega inn í greiningu á orðræðunni um þær
hvort tveggja í senn staða kvenna á Íslandi almennt og stórsagan
um þjóðríkið, sjálfstæðisbaráttuna og mótun þjóðernislegrar sjálfs-
myndar. Með því að skoða og greina kynjaða orðræðu um myndlist
er sýnt fram á samhljóm í alþjóðlegu tilliti en einnig sérstöðu og
áherslumun á Íslandi. Í því samhengi verður gerð grein fyrir því
hvernig hugmyndin um hina sönnu íslensku myndlist er mótuð í
opinberri orðræðu á síðum dagblaða og tímarita.
Greinin skiptist í tvo hluta. Fyrst verður leitast við að draga fram
helstu rannsóknir ýmissa erlendra femínískra listfræðinga og ann-
arra fræðimanna um stöðu kvenna í myndlist, kyngervi og kynjaða
orðræðu, sem og nokkurra íslenskra sagnfræðinga sem notað hafa
kyngervishugtakið og femínískar kenningar til að greina stöðu
kvenna. Því næst verður sýnt hvernig beita megi svipaðri nálgun til
að afbyggja opinbera listsögulega orðræðu á Íslandi og tekið fyrir
afmarkað tímabil, frá 1916 til 1930. Jafnframt er áhersla lögð á við -
tökusögu á verkum myndlistarkvenna á tímabilinu í samanburði
við verk starfsbræðra og þá ólíku (og jafnvel andstæðu) mynd sem
dregin er upp af þeim, en segja má að viðtökusagan hefjist á tíma-
bilinu sem um ræðir þegar Kristín Jónsdóttir, Nína Sæmundsson og
Júlíana Sveinsdóttir stíga inn á myndlistarsviðið. Hið afmarkaða
tímabil hefst árið 1916, þegar Kristín lauk námi frá Listaháskólanum
í Kaupmannahöfn fyrst íslenskra kvenna, og lýkur árið 1930, sem er
ónákvæmt viðmið sem vísar til viss hápunkts í orðræðu um hið
kvenlæga og karllæga í myndlist eins og færð verða rök fyrir hér á
eftir og dvínandi áhuga á landslagsmálverkinu sem ríkjandi mynd-
efni.10
Hér er ekki um að ræða úttekt og greiningu á verkum einstakra
myndlistarkvenna eða ferli þeirra, heldur áhersla á viðtökusögu
eins og hún birtist í vali á sýningum. Færð verða rök fyrir því að
þegar rýnt er í viðhorf til kvenna í opinberri orðræðu verði ljóst að
um menningargengi 85
þeirra til lista og menningar. Í þessari grein er fjallað um myndlistarkonur með
þeim rökum að litið er á þær sem undantekninguna og andstæðu karlkyns
myndlistarmanna á tímabilinu sem um ræðir.
10 Sjá t.d. um ný viðfangsefni og stílbrögð í íslenskri myndlist um og eftir 1930, í
Æsa Sigurjónsdóttir, „Nýr sjónarheimur“, í Íslensk listasaga. Frá síðari hluta 19.
aldar til upphafs 21. aldar, ritstj. Ólafur Kvaran, bindi II (Reykjavík: Forlagið,
Listasafn Íslands, 2011), 8‒84. Sjá einnig: Gunnar J. Árnason, „Áskoranir nú -
tímans“, Íslensk listasaga, bindi II, 164‒244.