Saga - 2022, Blaðsíða 89
stigin hefur framlag myndlistarkvenna til íslenskrar listasögu orðið
að nokkurs konar „viðbótarsögu“, utan við hina list fræði legu stór-
sögu.
Með þverfaglegri rannsókn á sviði listfræði og sagnfræði er
ávinningurinn auðsær, því íslenskir kynjasögufræðingar hafa verið
ötulir við að rannsaka mótun kyngervis í sögulegu samhengi og þá
einkum með tilliti til árdaga kvenréttindabaráttu og þjóðernislegrar
orðræðu.14
Listfræði eins og aðrar fræðigreinar á sér eigin aðferðafræði.15 Í
listasögubókum frá því um miðbik tuttugustu aldar og til dagsins í
dag hefur einkum verið greint frá stílsögulegu samhengi verka,
straumum og stefnum á afmörkuðum tímabilum og afmörkuðum
hópi myndlistarmanna. Margræðni sérhvers listaverks hefur leitt af
sér fjölda ólíkra aðferðafræðilegra nálgana síðustu áratugi og list -
um menningargengi 87
sagnaritun þjóða(r)“, Saga 57, nr. 1 (2019): 53–86; Ragnheiður Kristjánsdóttir,
„Nýr söguþráður. Hugleiðingar um endurritun íslenskrar stjórnmálasögu“,
Saga 52, nr. 2 (2014): 7–32.
14 Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis
á Íslandi 1850–1903 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Rann -
sóknarstofa í kvenna– og kynjafræðum, 2011); Sigríður Matthíasdóttir, Hinn
sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900–1930 (Reykjavík: Há -
skóla útgáfan, 2004); Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, „„Gender“ sem grein ingar -
tæki í sögu“, Íslenska söguþingið 28.–31. maí 1997, bindi 2 (Reykjavík: Sagn fræði -
stofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands, 1998), 252–258. Fjöldi
erlendra sagnfræðinga hefur fjallað um kvenleika og kyngervi. Sjá: Dorothy
Smith, Texts, Facts, and Femininity: Exploring the Relations of Ruling (London:
Routledge, 1993); Mimi Schippers, „Recovering the feminine other: Masculinity,
femininity, and gender hegemony,“ Theory and Society 36, nr. 1 (2007): 85–102;
Bonnie G. Smith, The Gender of History: Men, Women, and Historical Practices
(Cambridge, MA: Harvard University Press, 1998); Erla Hulda Halldórsdóttir,
„Sögulegir gerendur og aukapersónur“, 67–68; Joan W. Scott, Gender and the
Politics of History (New york: Columbia Uni versity Press, 1999); Judith M.
Bennett, History Matters. Patriarchy and the Chal lenge of Feminism (Philadephia:
University of Pennsylvania Press, 2006).
15 Þær helstu, og elstu, lúta að greiningu á fagurfræðilegum þáttum listaverks.
Listfræðingurinn Heinrich Wölfflin gaf út Principles of Art History. The Problem
of the Development of Style in Later Art (1915) þar sem hann leggur áherslu á
formal isma sem þróast frá 1915 til 1930 (á því tímabili sem tekið er fyrir í þess-
ari grein). Aftur á móti hafði listfræðingurinn Erwin Panofsky mikil áhrif
innan fræðigreinarinnar á fjórða áratug tuttugustu aldar, með aðferðafræði
íkono grafíu eða myndmerkingarfræðilegri nálgun með áherslu á inntak og
merk ingu verks, fram yfir form.