Saga - 2022, Blaðsíða 92
innleidd á tímum ítölsku endurreisnarinnar, orðið að viðmiði í alda -
raðir og viðhaldið, eins og Nanette Salomon orðar það, „yfirráðum
tiltekins kyns, stéttar og kynþáttar“.24 Þetta er einnig viðfangsefni
Pollocks í Differencing the Canon (2006), þar sem hún bendir á að
þrátt fyrir mikilvæg skref dugi það ekki eitt og sér að varpa ljósi á
fjölbreytta listsköpun kvenna sem iðulega var litið niður á í stigveldi
listforma, eða að bæta þeim við kanónuna, heldur þurfi að afbyggja
kanónuna sjálfa.25
Kanónan er því orðræða, mælistika. Eins og femíníski heimspek-
ingurinn Geneviève Fraisse færir rök fyrir er það þessi mælistika
sem skapar snillinginn, goðsögnina (sem er karllæg), en til þess að
goðsögnin standist þarf hún mótsögn (hið kvenlæga).26 Með slíkum
andstæðupörum nægir ekki að kynjahlutfall sé jafnt, til dæmis í
listasögunni, ef orðræðan um framlag myndlistarkvenna er utan við
skilgreiningu á meistaranum og hvað sé sönn myndlist. Þvert á móti
er hlutverk myndlistarkvenna þá að „bera uppi“ karlsnillinginn,
sem andstæða hans eða í besta falli sem undantekning frá eigin
kyni.27 Það kemur meðal annars skýrt fram í viðtökusögulegum
rannsóknum á verkum karla og kvenna, eins og ríkari áhersla hefur
verið lögð á undanfarin ár.28
hanna guðlaug guðmundsdóttir90
24 Nanette Salomon, „The Art Historical Canon: Sins of Omission“, í The Art of
Art History: A Critical Anthology, ritstj. Donald Preziosi (Oxford: Oxford Uni -
versity Press, 1998), 344–355.
25 Griselda Pollock styðst m.a. við kenningar Jacques Derrida til að greina
hvernig þekking og merking eru uppbyggðar og mótaðar í gegnum orðræðu,
sem kanóna eða goðsagnastrúktúr. Sjá: Griselda Pollock, Differencing the Canon.
Feminist Desire and Writing of Art’s Histories (New york: Routledge, 2006), 23–
29. Í frumkristni er hugtakið canon eða kanóna notað á sama hátt og í kanón-
ískum lögum og dýrlingaskráningu. Sjá m.a. Hubert Locher, „The Idea of the
Canon and Canon formation in Art History“, í Art History and Visual Studies in
Europe. Transnational Discourses and National Frameworks, ritstj. Matthew
Rampley, Thierry Lenain o.fl. (Leiden: Brill, 2012), 31–37.
26 Geneviève Fraisse, La controverse des sexes (París: Quadrige/PUF, Presses
Universitaires de France, 2001), 35–36, 138, 153, 173.
27 Salomon, „The Art Historical Canon: Sins of Omission“, 351. Sjá mynd listar -
konur sem „stórkostlegar undantekningar“, í Katy Deepwell, Women Artists
between the Wars. A Fair Field and No Favour (Manchester: Manchester Uni -
versity Press, 2010), 10. Sjá einnig í Greer, The Obstacle Race, 151–207; Pollock,
Differencing the Canon, 6–9.
28 Anne Lie Stokbro, „Jagten på…det feminine. Kritik af kvindeudstillingar 1891–
1975“, í 100 års øjeblikke. Kvindelige Kunstneres Samfund, ritstj. Charlotte Glahn