Saga - 2022, Side 93
Til viðbótar við hugtök eins og kyngervi og kvenleika er einnig
mikilvægt í þessu samhengi að skilgreina og endurskoða hugtökin
um aðskilin svið, þ.e. almannasvið og einkasvið. Þýski félagsfræð -
ingurinn og heimspekingurinn Jürgen Habermas skilgreindi almanna -
svið (e. public sphere) sem rýmið á milli einkasviðs (e. private sphere)
og hins opinbera (e. sphere of public authority). Með því að rýna í
sögu lega þróun þess byggir Habermas greiningu sína á því að
almenningssvið hafi tekið breytingum samhliða því sem Frakkland,
England og Þýskaland á sautjándu og átjándu öld færðust í átt að
borgaralegu lýðræði og orðið í kjölfarið að „umræðuvettvangi“ þar
sem borgarar komu saman, sem lék mikilvægt hlutverk sem mót-
vægi og aðhald á stjórnvöld. 29
Habermas hefur verið gagnrýndur fyrir að leggja ríka áherslu á
karlmenn í borgarastétt en horfa framhjá því að hið almenna svið
nítjándu aldar byggði á útilokun kvenna, minnihlutahópa og lægri
stétta. Nancy Fraser hefur bent á nauðsyn þess að endurskoða skil-
greiningu Habermas á þeim áhrifamönnum sem „hafa orðið“ á hinu
almenna sviði.30 Þeir skipa gjarnan vissan sess í samfélaginu, þó að
það sé ekki algilt, en hins vegar eru þeir ávallt karlkyns. Þá hafa
listfræðingarnir Temma Balducci og Heather Belnap Jensen meðal
annars gagnrýnt skilgreiningu Habermas, og þá femínísku listfræð -
inga sem enn styðjast við hana, með þeim rökum að enginn gaumur
sé gefinn að öllu því sem konur voru að gera á hinu almenna sviði
og öllu sem til dæmis lýtur að menningu og listum sé varpað fyrir
róða. Auk mikilvægis þess að greina kynjaða orðræðu sé brýnt að
leggja áherslu á konur sem virka gerendur í listum og menningu og
endur skilgreina hið almenna svið sem svið samsett úr margræðum
rýmum.31 Undir þetta hafa margir listfræðingar tekið síðastliðin ár,
um menningargengi 91
(Copenhagen: SAXO, 2014), 276–301; Marie Laulund, „Pionergenerationen“, í
100 års øjeblikke, 20–45.
29 Sjá Jürgen Habermas, The Structural Transformation of the Public Sphere: An
Inquiry Into a Category of Bourgeois Society, þýð. Frederick Lawrence (Cam -
bridge: The MIT Press, 1991). Upphaflega kom bókin út árið 1962 undir heitinu
Strukturwandel der Öffentlichkeit.
30 Nancy Fraser, „Rethinking the Public Sphere. A Contribution to the Critique of
Actually Existing Democracy“, Social Text 25–26 (1990): 56–80, hér 67. Nancy
Fraser hefur jafnframt sýnt hvernig kúgaðir hópar hafa ávallt fundið leið til að
skapa hliðarrými (e. subaltern counterpublics). Sjá einnig, Nancy Fraser, Fortunes of
Feminism. From State–Managed Capitalism to Neoliberal Crisis (London: Verso, 2013).
31 Balducci og Jensen, „Introduction“, 1–10.