Saga - 2022, Side 97
orðræðu og verk hinna ofangreindu þriggja frumherja í íslenskri
myndlist urðu nánast um leið, með orðum sagnfræðingsins Ólafs
Rastrick, „mikilvæg í samhengi við sjálfsmynd íslensku þjóðarinn-
ar“, hvort í senn tengd við „vestræna myndlistarhefð“ og með
„íslenska sérstöðu“.41 Ef íslensk málaralist var talin eiga sér upphaf
árið 1900 og skilgreind í opinberri orðræðu næstu áratugi út frá
viðfangsefni (íslenskt landslag og náttúra) sem og kyni og þjóðerni,
er ekki hægt að horfa framhjá því að mun minna fór fyrir fagur -
fræðilegri greiningu og enn síður tengingu við evrópska listasögu.42
Ásgrímur Jónsson opnaði sýningu árið 1903 í Melsteðshúsi við
Lækjartorg og sagði um þá sýningu í Ísafold að Íslendingar væru
„hér að eignast þann listamann, sem íslenzku fjöllin og fossarnir, gil-
in og grundirnar, hálsarnir og hlíðarnar hafa svo lengi beðið eftir
árangurslaust, listamann, sem til fulls skilur íslenzku náttúruna og
getur því túlkað hana svo, að hvert barnið sér, að þar er íslenzk nátt-
úra“.43
Samhljóma stef má heyra í umfjöllun um almenna sýningu List -
vinafélagsins 1919. Í Tímanum segir meðal annars um sýning una,
eða öllu heldur sýnendurna, að Ásgrímur Jónsson sé „uppáhalds-
barn þjóðarinnar“. Þar kemur einnig fram að „spilling aldarandans
hefir náð til hans“, en Ásgrímur sé of mikill listamaður til að vera
hallur undir hana, og jafnframt er undirstrikað að „hans bestu eig-
inleikar myndu njóta sín fullkomlegast, ef hann héldi fast við þann
stíl, sem hann myndaði sér meðan hann var að byrja glímu sína við
hvítu jöklana og grænu hlíðarnar“. Um Þórarin B. Þorláks son segir
að hann sé í flokki málaranna „það sem Kári var meðal vígamanna:
um menningargengi 95
41 Ólafur Rastrick, Háborgin, 150–151. Árið 1915 samþykkti Alþingi að veita fjár-
magn til að reisa byggingu til að hýsa verk Einars Jónssonar og hornsteinn var
lagður að safninu á Skólavörðuholti árið 1916 (og árið 1923 var það vígt og
fékk nafnið Hnitbjörg). Á þeim tíma hafði Einar Jónsson gert höggmynd af
Jónasi Hallgrímssyni, sem var afhjúpuð 1907, af Jóni Sigurðssyni 1911 og
Kristjáni IX. Danakonungi 1915. Ólafur Kvaran, Einar Jónsson, myndhöggvari:
Verk, táknheimur og menningarsögulegt samhengi (Reykjavík: Hið íslenska bók-
menntafélag, 2018), 115–121 og 174–183.
42 Sjá t.d. Guðmundur Finnbogason, „Ræða við setningu fyrstu almennrar
íslenzkrar listasýningar í Reykjavík, 31. ágúst 1919“, Morgunblaðið, 2. sept em -
ber 1919, 2; Jón Þorleifsson, „Íslensk málaralist 30 ára“, Listviðir 1, nr. 2 (1932):
11–14; Emil Thoroddsen, Íslenzk myndlist. 20 listmálarar / Art in Iceland, 20
Artists (Reykjavík: Kristján Friðriksson, 1943), 8–13.
43 Jón Helgason, „Ásgrímur málari Jónsson“, Ísafold, 24. október 1903, 257.