Saga - 2022, Blaðsíða 98
Ekki tröllaukinn á neinn veg, en mjúkur; stæltur og fimur með
afbrigðum. Hann er elstur af okkar nútíma-listamönnum, og hollur
brautryðjandi, nákvæmur, réttdæminn og yfirlætislaus“.44
Orðræðan um myndlistarkonurnar þrjár er með allt öðrum
hætti. Í sömu umfjöllun um sýninguna 1919 segir að Kristín Jóns -
dóttir hafi átt á sýningunni nokkrar myndir, „en flestar fremur
þunglamalegar og stirðar. Hana skortir léttleik og fjör. En vel má
vera, að hún hafi eigi haft á sýningunni sínar bestu myndir“. Enn
fremur segir um Nínu Sæmundsson myndhöggvara að hún hafi
„notið sín betur“, en verk hennar beri þó „ekki vott um sjálfstæða
sköpunargáfu, enda gerðar á skóla-árunum. En þær eru mjög lag-
legar, það sem þær ná“. Þriðja myndlistarkonan, Júlíana Sveins -
dóttir, er sögð „hallast all-mjög að hinum nýjustu stefnum í lista-
heiminum“ en það megi kenna tíðarandanum um og verði fleirum
en henni „hált á þeim suðræna móð“.45 Hið suðræna jafngilti áhrifa-
girni og skorti á sköpunargáfu, þar sem meðal annars áhrifa frá
frönskum myndlistarmönnum gætti í myndlistinni. Aftur á móti var
hið norð læga tengt við hinn karllæga sköpunarmátt og frumleika.46
Þá voru höggmyndir Nínu á sýningunni „sljettar og feldar, vel feld -
ar en ekki frumlegar“. Kristínu Jónsdóttur „skortir hagleik og frum-
leik, en hefir dugnað og leikni all-mikla“.47 Heilt yfir vekja málverk
Krist ínar og Júlíönu „ekki mikla eftirtekt“, þar sem þau eru mun
síðri „hinum fullkomnari málverkum á sýningunni.“48
Hér mótast og skerpast viss orðræðuþemu. Í fyrsta lagi er hið
sérstaka og frumlega á skýran hátt álitinn karllægur eiginleiki, en
andstæða hans er kvenlæg áhrifagirni og skortur á sjálfstæðri sköp-
unargáfu þar sem myndlistarkonurnar ná ekki að slíta sig frá áhrif-
hanna guðlaug guðmundsdóttir96
44 „Listasýningin í Reykjavík“, Tíminn, 25. september 1919, 306–308.
45 „Listasýning í Reykjavík“, Tíminn, 8. október 1919, 318–319 (frh. af fyrri grein).
Sjá einnig mjög neikvæða umfjöllun um Júlíönu í [Rab], „Fyrsta ísl. lista -
sýning“, Vísir, 14. september 1919, 2. Greinin er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn
var birtur deginum áður, „Fyrsta ísl. listasýning“, Vísir, 13. september 1919, 2.
46 Slíkar samlíkingar og andstæður má finna m.a. í umfjöllun Steingríms Thor -
steinssonar um verk Bertels Thorvaldsens, snillingsins sem náði að beisla og
hemja hið suðræna með hinu karlmannlega norðlæga, í „Thorvaldsens–hátíð in“,
Þjóðólfur, 24. nóvember 1875, 1–3. Sömuleiðis má sjá svipaða samlíkingu og
umfjöllun árið 1957 í grein um sýningu Valtýs Péturssonar, myndlistarmann.
Sjá: „Listkynning Mbl. Valtýr Pétursson“, Morgunblaðið, 24. febrúar 1957, 1.
47 [Listavinur], „Listasýningin í Reykjavík“, Skeggi, 15. október 1919, 1–2.
48 [P.] „Um listasýninguna í sept. 1919“, Morgunblaðið, 13. nóvember 1919, 4.