Saga - 2022, Page 99
um skólaáranna. Þær hafa gjarnan dugnað og kunnáttu sem birtist
eins og nokkurs konar andlaus handverkskunnátta. Í öðru lagi saman -
stendur umfjöllun um myndlistarkonurnar aðeins af nokkrum
línum og felur iðulega í sér fyrrgreind, sameiginleg, kvenleg ein-
kenni. Hjá karlkyns listamönnum skín hins vegar í gegn hið sér-
kennilega og frumlega í lífi, starfi og atgervi, án þess að það sé til-
greint á hvaða hátt það birtist í fagurfræðilegum þáttum verka
þeirra. Þar sem listsöguleg þekking er bágborin hérlendis er nálg-
unin og greiningin í anda manngreiningar fremur en myndgreining-
ar. Þannig tekur orðræðan um myndlist mið af þjóðernislegri bók-
menntaorðræðu, myndlistarmönnum er lýst sem hinu mikla skáldi
eða fornum sögupersónum, með löngum, nákvæmum útlitslýsing-
um sem svipar til Íslendingasagnanna.
Myndhöggvarinn Ríkarður Jónsson skrifar til dæmis árið 1919
um Kjarval, sem miklar væntingar voru bundnar við: „Jóhannes er
mikill vexti, því nær 3 álnir á hæð, og fornmannalegur í útliti. Líkur
íslensku fjalli á baksvipinn. Hann er fölur í andliti, nokkuð stórskor-
inn, hárið mikið, dökt, ekki hrokkið. Hann er oftast nokkuð þungbú-
inn og hugsandi, röddin djúp og skýr. Jóhannes er drengur hin besti,
háttprúður og hlýr í viðmóti.“ Svo virðist sem Kjarval sé svo sannur
í list sinni að hann taki á sig mynd íslensks landslags, falli inn í eigið
verk.49
Af ofangreindu fæst séð að hin sanna íslenska myndlist er skilyrt
af kyni á svipaðan hátt og íslenskar konur voru í raun ekki skil-
greindar sem fullgildir meðlimir þjóðríkisins, líkt og Sigríður Matth -
íasdóttir sagnfræðingur hefur sýnt fram á. Þannig var þróun ís -
lenskrar þjóðernisstefnu samofin hugmyndum um karlmennsku og
kvenleika, að „eðli“ íslensku þjóðarinnar hafi að mestu verið karl -
lægt. Konur þóttu ekki búa yfir einkennum hins „sanna Íslend ings“
og reyndar varð sjálfsmynd kvenna „andstæð þeirri einstaklings-
hyggju sem sjálfsmynd „Íslendingsins“ byggðist á“.50 Hér er vert að
hafa í huga að ekki er einungis um stjórnmálalega þjóðhetjusköpun
að ræða, heldur á hún sér ekki síður stað í listum og menningu, þar
sem litið var á hlutverk listamanna (karla) sem afar mikilvægt til að
móta sjálfsmynd þjóðar. Hið „sanna“ í íslenskri myndlist, sem leiðar -
stef, er því að sama skapi í höndum hins sanna íslenska myndlistar-
karls sem skilur íslenska náttúru.
um menningargengi 97
49 Ríkarður Jónsson, „Jóhannes Kjarval málari“, Tíminn, 7. júní 1919, 198–199.
50 Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur, 365–373.