Saga - 2022, Síða 100
Ólafur Rastrick hefur bent á að íslensk náttúra sem viðfangsefni
listmálara hafi ekki síst verið aðlöguð þjóðernislegri orðræðu af
þeim sem skrifuðu um verkin og voru áberandi í opinberri umræðu
á árunum 1910 til 1930.51 Ef til vill endurspeglast það einna best í
ræðu Guðmundar Finnbogasonar, fyrrverandi ritstjóra Skírnis og
sálfræðiprófessors, við opnun fyrrgreindrar sýningar Listvina félags -
ins 1919.52 Þar segir Guðmundur að íslensk náttúra sé „óþrjótandi
auður“ fyrir myndlistarmenn og hlutverk þeirra sé „að gera þennan
auð að varanlegri eign þjóðarinnar, festa sérkennileikann og feg-
urðina á léreftið eða móta í málm og stein“. Guðmundur líkir hinni
„ungu íslenzku myndalist“ við „nýtt landnám“, og skrifar að sýn -
ing in sé vonandi almenningi „fullgildur vottur þess, að vér eigum
þegar nokkra landnámsmenn, er með fullum myndugleik hafa farið
eldi listarinnar um fögur héruð og helgað þjóð sinni þau“. Hér er
líka gefinn tónninn um kunnuglegt stef um tvískiptingu náttúru og
menningar því Guðmundur segir listamanninn vera „það barnið
sem næmara er á orð og svipbrigði móður sinnar en við hin, skilur
þau með því að líkja eftir þeim og skilar þeim í litum og línum, sem
við skiljum betur af því að þá er mál náttúrunnar orðið mannamál“.
Menningin er ríkjandi og karllæg, myndlistin nýtt landnám í hönd-
um landsnámsmanna, en náttúran kvenlæg og getur ekki gert sig
skiljanlega á „mannamáli“.53
Engu að síður var heilmikið að gerast hjá konum í margræðum
rýmum hins almenna sviðs og þær fjarri því að vera ómálga, því
árið 1919 var birt ákall um það í kvennablaðinu 19. júní að fram -
vegis yrði dagurinn 19. júní haldinn hátíðlegur til að minnast kosn-
ingaréttar kvenna árið 1915.54 Næstu áratugi fögnuðu íslenskar kon-
hanna guðlaug guðmundsdóttir98
51 Ólafur Rastrick, Háborgin, 13 og 150.
52 Guðmundur Finnbogason, „Ræða við setningu fyrstu almennrar íslenzkrar
lista sýningar í Reykjavík, 31. ágúst 1919“, Morgunblaðið, 2. september 1919, 2.
53 Af fjölda fræðigreina sem ritaðar hafa verið um efnið má nefna Carol Bigwood,
Earth Muse: Feminism, Nature and Art (Philadelphia, PA: Temple University
Press, 1993); Sherry B. Ortner, „Is Female to a Male as Nature is to Culture?“, í
Feminism, Art, Theory. An Anthology 1968–2014, ritstj. Hilary Fraser (Oxford:
Wiley Blackwell, 2015), 17–26; Sherry B. Ortner, Making Gender: The Politics and
Erotics of Culture (Boston: Beacon Press, 1996); Michelle Z. Rosaldo, „Woman,
Culture, and Society. A Theoretical Overview“, í Woman, Culture and Society,
ritstj. Michelle Zimbalist Rosaldo og Louise Lamphere (Stanford: Stanford
University Press, 1974), 17–42.
54 „Áskorun til íslenzkra kvenna“, 19. júní, 20. mars 1919, 73–74.