Saga - 2022, Side 102
vegar hefur nafn Sigríðar Erlends -
dóttur ekki verið nefnt áður í
tengsl um við íslenska listasögu og
vakti því fyrrgreind auglýsing for-
vitni greinarhöfundar.59 Í kjölfarið
hófst leit að heimildum um Sigríði
í blöðum og tímaritum og það er
umfjöllun um sýningu hennar árið
1925 sem gefur hvað gleggsta
mynd af viðhorfi til kvenna sem
þorðu og dirfðust að stíga inn fyrir
anddyri hins opinbera myndlistar -
sviðs á þessum árum.
Sigríður Erlendsdóttir var um
tíma gift Þorkeli Þ. Clementz, vél -
fræðingi, en þegar hún hélt einka -
sýninguna árið 1919 voru þau skil-
in.60 Ólíkt mörgum öðrum konum,
sem höfðu lært eða stund að mynd -
list en lagt á hilluna eftir hjóna-
band og barneignir, virðist Sig -
ríður hafa látið draum sinn um að
verða myndlistarkona rætast þegar
hún var tæplega fertug, fráskilin
og barnlaus. Mánuði eftir fyrstu
einkasýningu sína fór Sigríður til Kaupmannahafnar í myndlistar-
nám þó að ekki sé hægt að finna frekari heimildir um það.61
hanna guðlaug guðmundsdóttir100
Mynd 4. Hjónin Sigríður (Kristín
Clementz) Erlendsdóttir og Þorkell
Þ. Clementz (1880‒1955) í grímu-
búningi, 1904‒1910. Ljósm. Chr.
Bjarni Eyjólfsson, CBE-1027. Þjóð -
minjasafn Íslands/Ljósmynda safn Ís -
lands.
59 Greinarhöfundur hafði samband við einn af afkomendum bróður Sigríðar,
Hendriks, í maí 2021 og við leit fannst eitt verk merkt S.E. frá árinu 1918. Er
það eina verkið sem fannst eftir Sigríði. Foreldrar Sigríðar voru Halldóra Soffía
Hinriksdóttir Hansen og Erlendur Magnússon. Þau bjuggu í Þingholtsstræti 5.
Þar rak Erlendur gullsmíðaverkstæði á árunum 1870 til 1909, fram á dánardag,
en þá tók sonur þeirra Halldóru, Magnús, við því. Sjá m.a. „Erlendur Magn -
ússon gullsmiður“, Óðinn 9, nr. 6 (1913): 45–46.
60 Árið 1913 bjuggu þau hjónin á Lindargötu 7 (Bæjarskrá Reykjavíkur, 1. janúar
1913, 27). Þá bjuggu þau í Kaupmannahöfn á síðari hluta árs 1913 (Vef. „Søg
person“, kbharkiv.dk. København Stadsarkiv, sótt 12. desember 2021) og árið
1917 í Þingholtsstræti 5, með móður og bróður Sigríðar (Bæjarskrá Reykjavíkur,
1. janúar 1917, 62). En svo virðist sem Sigríður og Þorkell hafi ekki búið lengur
saman árið 1919 (Bæjarskrá Reykjavíkur, 1. janúar 1919, 68).
61 Sigríður var skráð sem Sigrid Christine Clementz, kunstmalerinde í Kaup -