Saga - 2022, Qupperneq 103
Þegar Sigríður snéri svo aftur til Íslands árið 1920 hélt hún sína
aðra einkasýningu, nú á æskuheimili sínu, Þingholtsstræti 5, þar
sem hún bjó með móður sinni og bróður. Þar sýndi hún samkvæmt
tilkynningu í Morgunblaðinu á þriðja tug verka, einkum blómamyndir
en einnig nokkur portrett. Segir jafnframt að Sigríður hafi áður sýnt
verk sín, árinu áður, í húsi K.F.U.M. og „þótti þá, sem vonlegt er,
vera viðvaningsbragur á myndunum“, enda hafði hún þá „lítið sem
ekkert lært að mála“. En „þó komu fyrir tilþrif, sem lof uðu ein -
hverju meira, einkum hvað blómamyndirnar snerti“. Síðan þá hafi
Sigríður dvalið erlendis og stundað nám í myndlist og sjáist það á
nýjustu myndunum hennar sem eru „mun betri en hinar fyrri.
Fram farir greinilegar“.62 Hér mætti líta svo á að viðhorfið um „við -
vaningsbrag“ á myndum Sigríðar á sýningunni 1919 hafi hvatt hana
að fara utan til náms fremur en að beygja hana af leið. Nú fékk
sýning hennar ekki aðeins jákvæðari dóma en áður heldur var hennar
getið sérstaklega í tímariti þýskra velunnara Íslands, Mitteil ungen der
Islandfreunde, sem og sýninga þeirra Ásgríms Jóns sonar og Eyjólfs
Jónssonar (Eyfells) sama ár.63
Sigríður tók þátt í almennri samsýningu á vegum Listvinafélags -
ins árið 1923 í húsi félagsins á Skólavörðuholti. Þar sýndi hún að því
er virðist einungis eitt verk undir titlinum Holtablóm en Ásgrímur
Jónsson, Þórarinn B. Þorláksson, Kjarval og Júlíana Sveinsdóttir áttu
einnig verk á sýningunni.64 Sína þriðju einkasýningu hélt Sigríður
haustið 1925 og nú aftur í húsi K.F.U.M. við Amtmannsstíg.65 Sig -
ríður virðist þá vera búin að sanna sig sem myndlistarkona. Þannig
fann Jóhannes Kjarval sig knúinn til að skrifa sérstaka blaðagrein
um einkasýningu hennar undir yfirskriftinni „Málverk eða lista-
um menningargengi 101
manna höfn í ágúst 1919 (Vef. „Søg person“, kbharkiv.dk. København Stads -
arkiv, sótt 12. desember 2021). Um vorið flutti hún sig um set yfir á kvenna-
heimilið við Helgolandsgade 8, og kallaði sig þá Sigrid Christina Erland, ma -
lerinde (Vef. „Søg person“, kbharkiv.dk. København Stadsarkiv, sótt 12. desem-
ber 2021). Á Helgolandsgade 8 var rekið sérstakt kvennaheimili fyrir ungar,
ógiftar konur. Bríet Bjarnhéðinsdóttir skrifaði grein í Kvennablaðið árið 1919 um
heimilið sem kallað var Bethania og tiltók að þar hefðu margar íslenskar
stúlkur búið. Bríet Bjarnhéðinsdóttir, „„Værnehjemmet“ í Kaupmannahöfn“,
Kvennablaðið, 30. nóvember 1919, 83–84.
62 „Málverkasýning“, Morgunblaðið, 28. september 1920, 1.
63 „Nachrichten aus Island“, Mitteilungen der Islandfreunde 9, nr. 1–2 (1921): 27.
64 „Listvinafjelagið“, Morgunblaðið, 23. september 1923, 3.
65 Sjá tilkynningu í Vísi, 17. október 1925, 5.