Saga - 2022, Side 104
verk“. Það var svo sannarlega ekki á hverjum degi sem var skrifað
um framlag kvenna til lista og menningar á síðum blaðanna. Við
nánari athugun kemur þó í ljós að greinin er í raun háðhvörf. Þar
segir Kjarval:66
Sýning Sigríðar Erlends í húsi K.F.U.M., er stærri viðburður í íslenskri
málaralist en vér til þessa eigum að venjast, listakonunni hefir sem sé
tekist það, sem kallað er, að sjá með eigin augum. Þessi sýning, sem í
fyrstu virðist fátækleg, birtir áhorfendunum smám saman það ótrúlega,
list á mjög háu þroskastigi. En þarna á veggjunum eru einnig minni-
háttar verk, tilburðir, eða fálm um það, sem í hugtakinu felst, hin sanna
list. Sigríður Erlends er ekki ein um þessar eðlilegu syndir, það er lær-
dómsríkt fyrir okkur litskrautsmenn ekki síður en aðra að skoða þessa
litlu sýningu …
Nefnir Kjarval hér sérstaklega mynd frá Hornafirði, „eða látlaust
listfyrirbrigði eins og beljuna“, og „myndina af kisu“, og virðist sem
svo að listakonan hafi „fundið takmörk sín í því sérstaklega“, sem
almennt þykir, en ekki því „sem erfitt er að skilja“. Þá segir Kjarval
jafnframt að hið fágæta á sýningu Sigríðar sé „hinn óspilti byrjenda-
bragur“, en þó megi sjá „meistaralegri hep[p]ni í tveim blómamynd-
hanna guðlaug guðmundsdóttir102
Mynd 5. Sigríður (Kristín Clementz)
Erlendsdóttir. Að öllum líkindum er
ljósmyndin tekin í kringum 1920, á
heimili Sigríðar, á Þingholtsstræti 5
þegar hún hélt einkasýningu þar. Hún
stillir sér upp fyrir ljósmyndarann, lít ur
upp úr iðju sinni — að mála portrett af
Magnúsi Erlendssyni bróður sínum —
og horfir beint í myndavélina. Þetta er
fáséð atvinnuljósmynd, þar sem Sig -
ríður skilgreinir sig full sjálfstrausts
sem myndlistarkonu. Ljósm. Þorleifur
Þorleifsson (1882‒1941), ÞÞ-457. Þjóð -
minja safn Íslands/Ljósmyndasafn Ís lands.
66 Jóhannes Sveinsson Kjarval, „Málverk eða listaverk“, Vísir, 23. október 1925,
2–3.