Saga - 2022, Side 105
um“ sem séu „með því albesta í austurlenskri og Evrópuþjóða list.“
Í niðurlagi greinarinnar segir Kjarval svo að sennilegt verði að þykja
að „listakona þessi haldi áfram sinni eðlilegu aðferð með að læra að
sjá og birta það, sem henni þykir fallegt“.
Einungis tveimur dögum síðar fjallaði svo ritstjóri Morgun blaðs -
ins,Valtýr Stefánsson, um sýningu Sigríðar, eða öllu heldur um grein
Kjarvals.67 Í umfjöllun hans sagði að flestar af myndum Sigríðar
væru „á algerðu byrjendastigi“, og erfitt „að greina nokkuð annað í
myndunum en fálm og stælingar hins fákunnandi“ þó að jafnvel
gæti leynst að baki fákunnáttunnar „einhver listaneisti“, til dæmis í
mynd frá Ólafsvík og í „annari mynd af belju“. Valtýr var með
heilræði til myndlistarkonunnar: „Ef frú Sigríður Erlendsdóttir ætlar
að stunda myndagerð framvegis, verður hún umfram alt að komast
að raun um, að hún á enn eftir ófarið mestan hluta lærdóms-
skeiðsins. Finni hún það, og vinni hún með alúð í nokkur ár má vera
að hún geti gert myndir, sem hafa listrænt verðmæti.“ Næst beindi
Valtýr orðum sínum að Kjarval og sagði það afar „illa til fallið að
maður eins og Jóhannes Sveinsson Kjarval, skuli gera Sigr. Erlendsd.
þann bjarnargreiða, og sjer þá minkun, að skrifa um sýningu hennar
lof út í loftið. Listasmekkur almennings hjer í bæ, er ærið brenglaður
fyrir, og þeir sem gert hafi myndlist að æfistarfi sínu ættu síst af öll-
um að verða til þess að þyrla upp annari eins lokleysu og Vísir birti
eftir Kjarval í fyrradag“.68
Háðhvörf Kjarvals náðu í senn yfir persónu Sigríðar og verk; að
Sigríður hefði fundið „sín takmörk“ í þeim viðfangsefnum sem
henni „sjálfri þykja falleg“ (en eru ekki viðtekin), eins og „belju“ og
„kisu“ (sem vísað er til með niðrandi hætti). Hér væri á ferðinni
byrjendabragur, tilburðir og fálm, en í besta falli „heppni“ í sumum
verka hennar. Hins vegar sagði Kjarval sýninguna vera lærdómsríka
fyrir „okkur litskrautsmenn“ (þ.e. hina eiginlegu, sönnu myndlist-
armenn) og að hún væri „stærri viðburður“ en venja var hérlendis
og list Sigríðar „á háu þroskastigi“, það besta í austurlenskri og evr-
ópskri list. Í skrifum bæði Kjarvals og Valtýs er talað til hálffimm-
um menningargengi 103
67 Valtýr var nýráðinn ritstjóri og skrifaði um myndlist næsta aldarfjórðunginn.
Fyrir tilstuðlan Valtýs hóf Lesbók Morgunblaðsins göngu sína 4. október 1925.
Sjá: Jakob F. Ásgeirsson, Valtýr Stefánsson: ritstjóri Morgunblaðsins (Reykjavík:
Almenna bókafélagið, 2003), 223–229.
68 Valtýr Stefánsson, „Sýning Sigríðar Erlendsdóttur í húsi K.F.U.M.“, Morgun -
blaðið, 25. október 1925, 7.