Saga - 2022, Síða 106
tugrar Sigríðar eins og barns og henni lagðar lífsreglur, næstu spor
sem gætu ef til vill leitt til meiri listþroska hennar. Að sama skapi er
athyglisverð sú áhersla á þá „minnkun“ fyrir meistara Kjarval að
láta svo lítið að fjalla um sýninguna, en ekki með hvaða hætti það
var gert.
Eftir þetta viðburðaríka ár virðist Sigríður hafa lagt málverka -
sýningar á hilluna. Frá tvítugsaldri hafði hún drýgt tekjur sínar með
margs konar kennslu í Þingholtsstræti 5, einkum í hannyrðum, jafn-
framt því að selja ýmsar vörur sem hún hafði sjálf gert, svo sem
handmálað silki.69 Sigríður bjó ein í Þingholtsstræti 5b fram á miðj -
an fimmta áratuginn, en frá þeim tíma má lesa nokkrar aug lýsingar
frá henni í blöðum eins og þessa: „Kenni að spila á Guitar. Sigríður
Erlends. Austurhlíðarvegi við Sundlaugarnar“.70 Sigríður lést árið
1955.
Vefarinn mikli, menningargengi og misjafnir dómar
Listvinafélagið hélt nokkuð reglulega sýningar á árunum 1919 til
1927 en vegna aukinna hugmyndafræðilegra átaka innan raða þess
fór áhuginn á félaginu og sýningum þess að dvína um 1924. Sumir
félagar vildu hleypa áhugafólki inn án valnefndar, með alþýðlegri
og þjóðlegri verk, á meðan aðrir vildu einungis sýna verk fagmennt -
aðra. Hin ólíku sjónarmið leiddu til þess að þátttaka varð dræm,
sýningarnar höfðu ekki sama „virðingarsess“ og hinir þekktu, reynd -
ari myndlistarmenn fengust síður til að senda verk sín á sýn ing -
arnar.71 Ofangreint innlit í sögu Sigríðar Erlendsdóttur endurspeglar
fyrst og fremst neikvætt viðhorf til kvenna sem færðust of mikið í
fang í myndlistinni, sem og ágreining um skilgreiningu á íslenskri
myndlist. Með skarpari skilum milli málara- og höggmyndalistar
annars vegar og handverksins hins vegar var fjölbreyttari listsköpun
hanna guðlaug guðmundsdóttir104
69 Sjá auglýsingar: Vísir, 17. mars 1923, 4; Vísir, 26. september 1925, 5; Vísir, 10.
september 1927, 1; Vísir, 7. janúar 1932, 4; Vísir, 30. september 1940, 3; Móðir
Sigríðar, Halldóra, dó í maí 1932 og bróðir hennar Magnús skömmu síðar sama
ár en þau bjuggu öll í Þingholtsstræti 5. Sjá Morgunblaðið, 25. maí 1932, 1;
Morgunblaðið, 12. ágúst 1932, 1.
70 Vísir, 4. nóvember 1944, 4, og Vísir, 2. október 1948, 6.
71 Júlíana Gottskálksdóttir, „Húsprýði og sýningarhald“, í Íslensk listasaga, bindi
I, 172–175; Ólafur Rastrick, Háborgin, 162–165.