Saga - 2022, Síða 107
úthýst, og á sýningum Listvinafélagsins var til dæmis lítið sem ekk-
ert sýnt af hannyrðum kvenna.72
Sú þróun átti sér einnig stað í nágrannalöndunum og myndlist-
arkonur í KKS í Danmörku sáu sig meðal annars knúnar til að halda
sína fyrstu, stóru kvennasýningu árið 1920, til að vekja athygli á fjöl-
breyttri listsköpun kvenna sem ekki fékk athygli eða rými á öðrum
vettvangi.73 Í veglegri sýningarskrá var rakin saga og gerð grein
fyrir fjölmörgum myndlistarkonum listasögunnar, hvaðanæva úr
Evrópu, og í grein eftir myndlistarkonuna Agnes Lunn sagði að í
aldaraðir „hafi myndlistarkonur barist fyrir því eins og karlar að
verða atvinnulistamenn“.74 Sú þörf kvenna að skapa rými, sýna og
fjalla um framlag myndlistarkvenna og berjast fyrir menningargengi
þeirra spratt því ekki upp á áttunda áratug tuttugustu aldar heldur
á sér mun lengri sögu.75
Í myndlistarumfjöllun tímabilsins endurspeglast sem fyrr segir
almennt viðhorf þess tíma til kvenna, því um svipað leyti átti sér
stað visst afturhvarf til húsmæðrahugmyndafræði, sem varð ríkj -
andi á tímabilinu, samtvinnuð íhaldssömum þjóðernissjónarmiðum
og hefðum.76 Erlend áhrif voru sem fyrr fordæmd, ógn við bæði
um menningargengi 105
72 Áslaug Sverrisdóttir, Handa á milli. Heimilisiðnaðarfélag Íslands í hundrað ár
(Reykjavík: Sögufélag, 2020), 103–106.
73 Stokbro, „Jagten på … det feminine“, 289–293; Ellen Tange, „Kvin dernes frem-
tidige kunsthistorie. KKS og fællesudstillingerne“, í 100 års øje blikke, 303–335.
74 Vef. „Kvindelige Kunstneres retrospektive Udstilling. Den Frie Udstillings
Bygning“, kunstbib.dk. Danmark Kunstbibliotek, sótt 10. október, 2021. Kristín
Jónsdóttir tók m.a. þátt í sýningunni (nefnd Kirstin Stefanson í sýningar -
skránni, en þau Valtýr Stefánsson voru þá gift). Kristín sýndi tvö verk, til -
greind sem Udsigt fra Skærklit. Island, 1916 (vatnslitamynd) og Mit gamle Hjem
paa Island, 1919 (olíumálverk). Sjá í sýningarskrá, 58.
75 Stokbro, „Jagten på … det feminine“, 289–299.
76 Sigríður Matthíasdóttir, „Menningardeilur og kvenleiki á árunum milli stríða“,
í Kvennaslóðir. Rit til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi, ritstj. Anna
Agnarsdóttir o.fl. (Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands, 2001), 446–447; Erla
Hulda Halldórsdóttir, „1926. Kvennasamtök“, Konur sem kjósa. Aldarsaga, 133–
163; Sigríður Matthíasdóttir, „Kvennahreyfing millistríðsáranna og átökin um
hlutverk kvenna innan þjóðríkisins“, í Fléttur II., Kynjafræði–kortlagningar, ritstj.
Irma Erlingsdóttir (Reykjavík: Rannsóknarstofa í kvenna– og kynjafræðum,
2004), 103–111; Inga Dóra Björnsdóttir, Nationalism, Gender and the Contemporary
Icelandic Women’s Movement (Santa Barbara: University of California, 1992),
164–207.