Saga - 2022, Side 108
íslenskar konur og kvenleika og íslenska list og menningu.77 Mis -
mun kynjanna var hampað í ýmsum greinum, ekki aðeins eftir karla
heldur einnig í skrifum kvenna í íhaldssamari kvennablöðum eins
og Hlín, þar sem því var haldið fram (og vísað í erlenda fræðimenn
því til stuðnings) að ólíkt körlum skorti konur „skapandi mátt“ og
frumleika.78
Að sama skapi er um að ræða mótsagnakennt tímabil, þar sem
konur voru víða að gera sig gildandi. Í róttækari kvennablöðum
eins og 19. júní birtist andóf gegn slíkum hugmyndum, og því var
harðlega mótmælt að konur byggju ekki yfir skapandi krafti á sama
hátt og karlmenn.79 Alltumlykjandi í íslenskri menningarorðræðu
var vísun í og upphafning á hetju- og þjóðveldisöld Íslendinga.80
Sigurður Nordal lagði ríka áherslu á hinn mikla snilling og skrifaði
meðal annars í Eimreiðina (1925) „að til sé flokkur manna, sem kosið
hafi sér það hlutverk að greiða braut nýjum heimslausnara, hvenær
sem honum þóknaðist að fæðast. Þetta er fögur hugsjón, og svo
mætti þeir menn vel hugsa, sem íslenzkum bókmenntum unna. Þeir
eiga að búa undir komu snillingsins“.81 Nokkru síðar fjallaði hann í
Vöku (1928) um rithöfundinn Halldór Laxness, hinn nýja snilling, og
meistaraverk hans Vefarann mikla frá Kasmír (1927).82 Hér má nánast
finna samhljóm með listsögulegum skrifum frá endurreisnartíman-
hanna guðlaug guðmundsdóttir106
77 Æsa Sigurjónsdóttir, „Nýr sjónarheimur“, í Íslensk listasaga, bindi II, 37–47;
Benedikt Hjartarson, „Af úrkynjun, brautryðjendum, vanskapnaði, vitum og
sjáendum: Um upphaf framúrstefnu á Íslandi“, Ritið 6, nr. 1 (2006): 79–119.
78 Sigrún Blöndal, „Um eðli og hlutverk kvenna“, Hlín 10, nr. 1 (1926): 89–121, hér
bls. 111. Viðlíka umræður um skort kvenna á sköpunargáfu og frumleika mátti
sjá á síðum íslenskra tímarita í lok nítjándu aldar: konur hafi þó „frá náttúr-
unnar hendi“ færni í að kópíera verk annarra (karla). Sjá „Kjör kvenna á
ýmsum tímum og hjá ýmsum þjóðum eptir Dr. Phil. H. Höffding, prófessor við
háskólann í Kaupmannahöfn”, Suðri, 8. mars 1884, 23–24; „Verksvið kvenna“,
Fróði, 18. desember 1886, 185–190; „Gáfnamunur karla og kvenna“, Lögberg, 22.
ágúst 1895, 2
79 Björg Þorláksdóttir, „Um eðli og hlutverk kvenna“, 19. júní, mars 1927, 34–38
og 19. júní, apríl 1927, 51–55; Inga Lára Lárusdóttir, „Eru konur jafnokar karl-
manna ?“, 19. júní, desember 1928, 145–149.
80 Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur, 46–50 og 95–99.
81 Sigurður Nordal, „Um ritdóma“, Eimreiðin 31, nr. 1 (1925): 56–69, hér bls. 69;
Helga Kress, „Mikið skáld og hámenntaður maður. Íslenski skólinn í íslenskri
bókmenntafræði“, Speglanir. Konur í íslenskri bókmenntahefð og bókmenntasögu
(Reykjavík: Rannsóknarstofa í kvennafræðum, 2000), 385–399.
82 Sigurður Nordal, „Bókmenntaþættir“, Vaka 2, nr. 1 (1928): 87–101.