Saga - 2022, Qupperneq 112
þeirra væri mestur listmálara. Þegar öllu sé á botninn hvolft ættu
Íslendingar, að áliti Gretor, að vera ánægðir og stoltir „yfir því að
hafa eignast þrjá svo gáfaða málara… í hinum fyrsta ættlið íslenskra
listamanna“. Gretor virðist því hafa tekið upp og haldið tryggð við
sérkenni íslenskrar orðræðu. Hetjumenningin í myndlist fól í sér
hina þrjá brautryðjendur, hina þrjá listamenn. Verkum þeirra var
lýst eins og náttúruundrum, verk þeirra og þeir sjálfir voru auðlind
í eigu þjóðarinnar og í meðförum þeirra urðu íslensk náttúra og
kennileiti sannari en sjálf fyrirmyndin.
Ekki fór mikið fyrir þýddri umfjöllun um íslensku myndlistarkon-
urnar en listgagnrýnandinn danski Einar Otto Gelsted sagði þó um
Júlíönu Sveinsdóttur að hún væri „þróttmikill og geðfeldur málari“
og í sumum málverka hennar væri að finna „kvenlegan næmleika“.
Fyrir utan orðið þróttmikill sem hafði einkum einkennt karlmenn í
íslenskri orðræðu var Kristín Jónsdóttir einnig talin „sérkennilegri“,
auk þess sem sum verka hennar minntu á skáldsögu eftir Knut
Hamsun.94 Það má álykta sem svo að umsögnin um skáldskapargáfu
í anda Hamsun hefði fallið í grýttan jarðveg á Íslandi. Hin „meintu
erlendu áhrif“ hjá íslenskum karlkyns myndlistarmönnum í umfjöll -
un danskra blaða var gagnrýnd hér á landi í blöðum og erlendir
gagnrýnendur sagðir hvorki hafa vit né skilning á íslenskri myndlist
né þjóð, sem sæist á því að þeir hrósuðu til að mynda verkum Krist -
ínar Jónsdóttur og Júlíönu Sveinsdóttur, en ekki Kjarvals.95 Hið
sanna íslenska landslagsmálverk gat því ekki verið Júlíanskt eða
Kristínskt, heldur Kjarvalískt. Eða öllu heldur, Kjarvalíslenskt.
Hin kynjaða orðræða var undirliggjandi þáttur margþættrar
mis mununar, meðal annars á myndlistarsviðinu. Hörð gagnrýni
hanna guðlaug guðmundsdóttir110
94 „Íslensk málaralist“, Lesbók Morgunblaðsins, 5. febrúar 1928, 36–39.
95 Georg Gretor, Islands Kultur und seine junge Malerei (Jena: Diederichs, 1928);
„Íslenska sýningin í Þýskalandi“, Morgunblaðið, 27. apríl 1928, 3; Guðmundur
Einarsson, „Morgunblaðið, Georg Gretor og „bók“ hans“, Vísir, 2. maí 1928, 3;
Þengill Eiríksson, „Meðferðin á íslenzkum málurum. Sýningarhneykslið. Skrif
danskra miðlungsmanna“, Vikuútgáfa Alþýðublaðsins, 11. júlí 1928, 2–4. Þess ber
að geta að Danska ríkislistasafnið í Kaupmannahöfn (SMK) keypti fjögur mál-
verk á íslensku sýningunni í Kaupmannahöfn: eitt landslagsmálverk eftir
Júlíönu (Frá Fljótshlíð), eitt landslagsmálverk eftir Kristínu (Herðubreið) og tvö
verk eftir Jón Stefánsson, annars vegar landslagsmynd og hins vegar kyrralíf.
Sjá: „Íslenska sýningin í Höfn, sem opnuð var á laugardaginn var“, Morgun -
blaðið, 13. desember 1927, 3.