Saga - 2022, Qupperneq 115
Íslendinga sem sýndi abstrakt verk opinberlega, á erlendum vett-
vangi.100
Lokaorð
Kosningaréttur íslenskra kvenna var í höfn 19. júní 1915, en þó ekki
án takmarkana og skilyrða. Eins og færð voru rök fyrir í þessari
grein nutu þær ekki sjálfkrafa menningargengis líkt og fæst séð með
því að greina með femínískri aðferðafræði kynjaða orðræðu þess
tíma um myndlist. Og ef gengið er út frá því að búið sé að skrifa út
í listasögunni tímabilið sem hér hefur verið fjallað um, er það
viðhorf til þess fallið að viðhalda aldagamalli, kynjaðri orðræðu um
hina sönnu íslensku myndlist.
Á sýningu Listvinafélagsins 1919, fyrstu almennu myndlistar -
sýningunni á Íslandi, stigu fram á myndlistarsviðið þrjár íslenskar
myndlistarkonur sem höfðu útskrifast frá Listaháskólanum í Kaup -
mannahöfn, þær Kristín Jónsdóttir, Júlíana Sveinsdóttir og Nína
Sæmundsson. Segja má að viðtökusagan hefjist á þessu tímabili og
í opinberri umfjöllun á síðum dagblaða og tímarita mótuðust og
skerptust viss orðræðuþemu sem höfðu verið viðhöfð um verk
hinna þriggja frumherja, Þórarins B. Þorlákssonar, Einars Jónssonar
og Ásgríms Jónssonar allt frá 1900. Hið sérstaka og frumlega var á
skýrari hátt álitinn karllægur eiginleiki, en andstæða hans var áhrifa -
girni og skortur á sjálfstæðri sköpunargáfu (kvenlægir þættir). Hjá
frumherjunum (og Kjarval) endurspeglaðist hið sanna íslenska, í lífi,
starfi og atgervi, nálgun í anda manngreiningar fremur en mynd-
greiningar, og þeim var lýst sem hinu mikla skáldi eða fornum
sögupersónum sem svipaði til Íslendingasagnanna. Hið „nýja land-
nám“ íslenskrar myndlistar var í höndum þessara landnámsmanna.
Kveðið var ríkt á um að íslensk myndlist væri með sérkenni og ólík
list annarra þjóða, eins og birtist með skýrum hætti þegar hún var
sýnd á erlendum vettvangi undir lok þriðja áratugar tuttugustu
aldar. Þau sérkenni fólust í verkum „nýrrar þrenningar“, sem skip -
um menningargengi 113
100 Sjá nánar: Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, „Höggmyndir í Reykjavík og
New york“, Konur sem kjósa. Aldarsaga, 392–393, og „Fjölhæfar og víðförular
mæðgur“, Konur sem kjósa, 200. Ekki er vitað með vissu hvort tvö eða þrjú
verk eftir Ingibjörgu voru sýnd á sýningunni en aðeins eitt verk eftir hana var
varðveitt, og var í eigu Ernst Schwitters. Sjá Dóra S. Bjarnason, Brot. Konur sem
þorðu (Reykjavík: Benedikt, 2019), 102–128.