Saga - 2022, Blaðsíða 119
Íslandi virðast ekki benda til mikillar lagskiptingar fyrr en í fyrsta
lagi á elleftu öld.2 Margir sagnfræðingar sem fjalla um þjóðveldisöld
eru þeirrar skoðunar að ójöfnuður hafi þá farið vaxandi.3 Þótt endan -
leg niðurstaða liggi ekki fyrir um stéttskiptingu íslensks sam félags
á fyrstu öldum byggðar eru vísbendingar nægar til að nota það sem
vinnutilgátu að hún hafi verið lítil fram á elleftu öld.
Stéttskipting snýst um arfgengi gæða, hvort sem það eru völd,
auður, virðing eða annað. Ef gæðin haldast ekki samþjöppuð innan
þröngs félagshóps þá er varla hægt að tala um stéttskiptingu. Því
hefur yfirstéttin tilhneigingu til að gera embættisvöld arfgeng og
þegar það tekst tengist það oftast bæði veiku miðstjórnarvaldi og
öflugri yfirstétt. Áhrifamiklir einstaklingar nýta sér veika miðstjórn
til að slá eign sinni á embætti og tekst að láta þau ganga til afkom-
enda sinna, fyrst óformlega en á endanum getur það orðið lagalegur
réttur. Þetta gerðist til dæmis í Frankaríki þegar lénsmenn eignuðu
sér embætti sín og tókst að gera þau arfgeng.4 Ýmis embætti á Ís -
landi á árnýöld voru í raun arfgeng í nokkrar kynslóðir og gilti það
meðal annars um staðarforráð í Reykholti og sýsluvöld í Eyjafirði.5
voru goðorð arfgeng fyrir 1100? 117
2 Bjarni F. Einarsson, The Settlement of Iceland: A Critical Approach: Granastaðir and
Ecological Heritage. Þýð. Jon Van Leuven (Göteborg: Gothenburg University,
1994), 64 og víðar; Douglas J. Bolender, „House, land, and labor in a frontier
landscape: The Norse Colonization of Iceland,“ í The Durable House: House
Society Models in Archaeology, ritstj. Robin A. Beck (Carbondale: Center for
Archaeo logical Investigations, 2007), 400–421, hér 402. Bolender fullyrðir raunar
einnig að lagskipting hafi alltaf verið til á Íslandi en virðist þar eiga við þræla-
hald og annan mannamun innan heimila. Jarðhýsi sem fundist hafa frá víkinga-
öld virðast einkum tengjast ullarvinnu kvenna fremur en stéttskiptingu, sjá:
Karen Milek, „The roles of pit-houses and gendered spaces on Viking-Age farm-
steads in Iceland,“ Medieval Archaeology 56, nr. 1 (2012): 85–130.
3 Meðal annarra: Sverrir Jakobsson, „From reciprocity to manorialism: On the
peasant mode of production in Medieval Iceland,“ Scandinavian Journal of
History 38, nr. 3 (2013): 273–295; Jón Viðar Sigurðsson, Goder og maktforhold på
Island i fristatstiden (Bergen: Historisk Institut, 1993), 118–140; Árni Daníel
Júlíusson, Miðaldir í skuggsjá Svarfaðardals (Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands,
2016), 69–71 og víðar.
4 F.L. Ganshof, Feudalism. Þýð. P. Grierson (London: Longman, 1964 [frumútg.
1944]), 46–49, 139–140.
5 Karlleggur sömu ættar hélt Reykholt í sex ættliði 1569–1754: Sveinn Níelsson,
Presta tal og prófasta á Íslandi (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafjelag,
1869), 87. Eyjafjarðarsýsla gekk innan einnar ættar 1569–1695, þótt ekki væri
hún alveg bundin við karllegginn: Bogi Benediktsson, Sýslumannaævir I, með