Saga - 2022, Síða 120
Í því tilfelli voru erfðirnar þó ekki formlegar heldur háðar áhrifum
ættarinnar og velvilja þess sem fór með veitingarvaldið.
Hvenær urðu goðorð arfgeng?
Í þessu ljósi er ástæða til að spyrja hvað við vitum um erfðir goðorða
á fyrri hluta þjóðveldisaldar. Ef það er rétt að lagskipting hafi verið
lítil á þeim tíma þá hljómar það einkennilega að mikilvæg embætti
hafi verið arfgeng. Almennt virðist ekki algengt að ákveðið sé að
embætti gangi í arf þegar þau eru fyrst búin til heldur er það þróun
sem verður síðar. Við þurfum því að kanna hvaða heimildir eru fyrir
því að goðorð hafi verið arfgeng á fyrri hluta þjóðveldisaldar, það er
fyrir 1100 eða svo. Þær eru raunar auðfinnanlegar og ríkulegar sem
skýrir af hverju almennt hefur verið talið að goðorðin hafi verið arf-
geng frá upphafi. Gallinn er hins vegar sá að þessar heimildir eru
allar ungar, frá þrettándu öld eða síðar, og aðallega eða eingöngu
Íslendingasögur.6 Varla mun lengur hægt að telja Íslendingasögur
áreiðanlegar heimildir um hina svokölluðu söguöld þótt vantraust
fræðimanna gangi mislangt.7 Tæplega myndi nokkur þeirra líta svo
á að þessar frásagnir staðfesti að goðorð hafi verið arfgeng fyrir
1100. Til þess eru þær of ungar og þar að auki má búast við að marg-
ar þeirra endurspegli sjónarmið höfðingja á þrettándu öld sem hafa
gjarnan viljað trúa á og að aðrir tryðu að völd og áhrif ætta þeirra
axel kristinsson118
skýringum og viðaukum eptir Jón Pétursson og Hannes Þorsteinsson (Reykja -
vík: Prentsmiðja Einars Þórðarsonar, 1881–1884), 222–249.
6 Til dæmis: Egils saga Skalla-Grímssonar. Íslenzk fornrit II. Útg. Sigurður Nordal
(Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1933), 283; Laxdæla saga, Halldórs þættir
Snorrasonar, Stúfs þáttur. Íslenzk fornrit V. Útg. Einar Ól. Sveinsson (Reykjavík:
Hið íslenzka fornritafélag, 1934), 223; Vatnsdæla saga, Hallfreðar saga, Kormáks
saga, Hrómundar þáttr halta, Hrafns þáttr Guðrúnarsonar. Íslenzk fornrit VIII. Útg.
Einar Ól. Sveinsson (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1939), 71.
7 Sjá meðal annarra Ármann Jakobsson, „Hvað á að gera við Landnámu? Um
hefð, ho ̈funda og raunveruleikablekkingu i ́slenskra miðaldasagnarita,“ Gripla
XXVI (2015): 7–27; Gísli Sigurðsson, Túlkun Íslendingasagna í ljósi munnlegrar
hefðar: Tilgáta um aðferð (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, 2002), einkum
18–50; Sveinbjörn Rafnsson, Sögugerð Landnámabókar: Um íslenska sagnaritun á 12.
og 13. öld (Reykjavík: Sagnfræðistofnun, 2001), einkum 161–166; Adolf Friðriks -
son og Orri Vésteinsson, „Creating a past: A historiography of the settlement of
Iceland, “ í Contact, Continuity, and Collapse: The Norse Colonization of the North
Atlantic, ritstj. James H. Barrett (Turnhout: Brepols, 2003), 139–161.