Saga - 2022, Page 121
stæðu á gömlum merg. Eftir stendur að engar traustar heimildir
segja okkur að goðorð hafi verið arfgeng fyrir 1100. Ekkert kemur
fram um það í elstu frásagnarheimildinni Íslendingabók né í lögum
eða í Landnámu. Aðferðin hér er sú að leggja Íslendingasögur til
hliðar nema sem heimildir um hugmyndir fólks á þrettándu öld en
kanna þess í stað hvað hægt er að segja um arfgengi goðorða eftir
öðrum heimildum.
Umræða um valdakerfi á þjóðveldisöld hefur á síðari árum að
mestu snúist um síðari hluta hennar, tólftu og þrettándu öld. Ástæð -
an er einfaldlega sú að heimildir um goðorð á fyrri hlutanum eru nú
taldar lítt traustar enda eingöngu Íslendingasögur ef undan eru skil-
in ákvæði Grágásar sem erfitt er að tímasetja. Hins vegar hefur þetta
einnig þýtt að ekkert almennt uppgjör hefur átt sér stað við fyrri
hugmyndir um valdakerfi goða fyrir 1100.8 Þá sjaldan sem nútíma -
fræðimenn minnast á þau virðast þeir einfaldlega byggja á eldri
hugmyndum eða gefa sér að þau hafi verið svipuð og á tólftu öld.9
Myndin sem dregin er upp er af persónusambandi goða og þing-
manna hans og er í aðalatriðum svipuð í samtímaheimildum og
Íslendingasögum enda ekki ósennilegt að mynd Íslendingasagna sé
sótt í samtímann eða nálæga fortíð.10 Goðorðin virka hér sem eins
konar verndarkerfi þar sem goðinn er í lykilhlutverki — á að gæta
hagsmuna og réttar sinna þingmanna og hljóta stuðning þeirra á
móti — þótt þingmenn geti formlega valið hvaða goða þeir vilja
tengjast.11 Fræðimenn greinir þó á um hve raunverulegt það val var
voru goðorð arfgeng fyrir 1100? 119
8 Það er helst að nýjar hugmyndir hafi komið fram um fjölda goðorða og hvernig
þau urðu til með þróun fremur en að þau hafi öll verið búin til um leið (sjá hér
að neðan).
9 Til dæmis: Jakob Benediktsson, „Landnám og upphaf allsherjarríkis,“ í Saga
Íslands I, ritstj. Sigurður Líndal (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag /
Sögufélag 1974), 153–196, hér 173; Jesse L. Byock, Medieval Iceland: Society, Sagas
and Power (Berkeley: University of California Press, 1988), 64–65; Helgi Þorláks -
son, Gamlar götur og goðavald: Um fornar leiðir og völd Oddaverja í Rangár þingi.
Ritsafn Sagnfræðistofnunar 25 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands,
1989), 14–16; Jón Viðar Sigurðsson, Goder og maktforhold, 39–69; Orri Vésteins -
son, „Upphaf goðaveldis á Íslandi,“ í Heimtur: Ritgerðir til heiðurs Gunnari
Karlssyni sjötugum, ritstj. Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartans son og
Vésteinn Ólason (Reykjavík: Mál og menning, 2009), 306–319.
10 Sumir fræðimenn hafa enda sótt dæmi jöfnum höndum í samtímasögur og
Íslendingasögur, t.d. Jesse Byock, Medieval Iceland, 103–136.
11 Á ensku, patron-client system. Um verndarkerfi sjá Árni Daníel Júlíusson,
„Þurrabúðir, býli og höfuðból: Félagslegt umhverfi 1100–1559. Heimildir og