Saga - 2022, Page 122
eða hvort allir bændur hafi talist þingmenn.12 Hins vegar er ótvírætt
að samkvæmt Grágás höfðu þingmenn þennan rétt og hann virðist
hafa verið raunverulegur, að minnsta kosti á sumum svæðum og
sumum tímabilum enda bjuggu þingmenn mismunandi goða
stundum hverjir innan um aðra.13 Undir lok þjóðveldisaldar hvarf
þessi réttur þó að mestu þegar goðorðin þróuðust yfir í svæðisbund-
in yfirráð eða héraðsríki þar sem allir bændur urðu að hafa sama
höfðingja með tilheyrandi styrkingu valds. Þótt miðstjórn þjóðveldis -
ins hafi haft löggjafar- og dómsvald þá var hún veikburða og án
framkvæmdavalds en ef til vill má segja að það hafi orðið til með
héraðsríkjunum þótt staðbundið væri.
Hugtakið goðaveldi má nota um það þróunarstig sem kom á undan
héraðsríkjum.14 Í því voru goðorð arfgeng og þau virkuðu sem
verndarkerfi undir forystu goðans. Þótt einhver héraðsríki hafi
þegar myndast á tólftu öld var goðaveldi þá almenna reglan en hve
langt aftur nær það? Þeirri spurningu verður ekki beinlínis svarað
hér en athyglinni beint að því hvenær goðorð urðu arfgeng, ef þau
voru það ekki frá upphafi. En hafi það ekki gerst fyrr en um 1100
getur reynst erfitt að heimfæra myndina af goðaveldi upp á fyrri
hluta þjóðveldisaldar.
Á meðan Íslendingasögum var almennt treyst sem sögulegum
heimildum var vel skiljanlegt að ekki væru miklar efasemdir um
arfgengi goðorða. Eina dæmið sem ég þekki um höfund sem hefur
efast er Einar Olgeirsson en hann taldi að fyrir 1100 eða svo hefðu
goðar verið kosnir ævilangt. 15 Hann rökstuddi skoðun sína þó aðal-
lega með túlkun á Grágás sem hefur ekki hlotið hljómgrunn og var
axel kristinsson120
þróunarlínur,“ í Íslenska söguþingið 28.–31. maí 1997. Ráðstefnurit I, ritstj. Guð -
mundur J. Guðmundsson og Eiríkur K. Björnsson (Reykjavík: Sagn fræði stofnun
Háskóla Íslands, 1998), 57–69, hér 63–65.
12 Sjá meðal annarra: Jón Viðar Sigurðsson, Goder og maktforhold, 141–168; Gunnar
Karlsson, Goðamenning: Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga (Reykja -
vík: Heimskringla, 2004), 179–202.
13 Jón Viðar Sigurðsson, Frá goðorðum til ríkja: Þróun goðavalds á 12. og 13. öld.
Sagnfræðirannsóknir — Studia historica 10 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun
Háskóla Íslands, 1989), 24–30.
14 Goðaveldi er oft notað nánast sem samheiti þjóðveldis en vísar þó yfirleitt sér-
staklega til valds goðorðsmanna. Hér er lagt til að það sé takmarkað við valda-
kerfi goðorðsmanna eins og þau birtast okkur á tólftu öld, fyrir daga
héraðsríkja.
15 Einar Olgeirsson, Ættasamfélag og ríkisvald í þjóðveldi Íslendinga (Reykjavík:
Heimskringla, 1954), 95–97. Páll Briem taldi þó að fyrstu goðarnir hefðu verið