Saga - 2022, Síða 123
enda sjálfur ekki fyllilega viðurkenndur sem sagnfræðingur. Álit
hans hefur því haft lítið að segja.
Áður en lengra er haldið er ástæða til að nefna sérstaklega stór-
virki Lúðvíks Ingvarssonar, Goðorð og goðorðsmenn, þar sem hann
safnaði saman geysimiklu efni um sögu goðorðanna og reyndi að
rekja eignarhald þeirra frá upphafi til enda.16 Rit hans er afar gagn-
legt vegna þess efnis sem hann hefur safnað saman, og oftast
áreiðanlegt um síðari hluta þjóðveldisaldar. Um fyrri hlutann gegnir
öðru máli því þar byggir hann á þeim forsendum að goðorð hafi
verið arfgeng með reglubundnum hætti og að upplýsingar Íslend -
ingasagna og annarra heimilda séu almennt traustar, bendi ekkert
til annars. Lúðvík notar einnig ættartölur mjög og gerir, eins og flest-
ir fræðimenn, almennt ráð fyrir að þær séu réttar hafi þær ekki
brenglast í meðförum.17 Það er þó frekar hæpið enda eru þær ekki
hlutlaus fróðleikur heldur þáttur í því hvernig höfðingjar og heldra
fólk byggir upp hugmyndina um að það sé merkilegra en aðrir.
Ættartölum frá landnámsmönnum er ekkert betur treystandi en
Íslendingasögum, jafnvel þótt þær sé að finna í Landnámu handrit -
um eða sérstökum ættartöluritum.18 Hér eru forsendur Lúðvíks
mjög vafasamar og verður að taka niðurstöðum hans um tímabilið
með miklum fyrirvara.
Nú mætti ætla að það væri óleysanlegt vandamál að rannsaka
arfgengi goðorða á fyrri hluta þjóðveldisaldar þar sem við höfum
voru goðorð arfgeng fyrir 1100? 121
kosnir og þeir valdir sem voru „göfugastir og stórættaðastir.“ Páll Briem,
„Nokkur orð um stjórnskipun Íslands í fornöld,“ Andvari 15 (1889): 120–154,
hér 126–127. Gunnar Karlsson, Goðamenning, 183–185, ræðir kenningu Einars
Olgeirssonar en lætur hana liggja milli hluta. Annars gerir Gunnar ekki ráð
fyrir öðru en að goðorð hafi jafnan verið arfgeng (269–270, 313, 339).
16 Lúðvík Ingvarsson, Goðorð og goðorðsmenn I–III (Egilsstaðir: Höfundur, 1986–1987).
17 Nokkrir fræðimenn hafa þó lýst efasemdum um það. Úlfar Bragason, „Um
ættartölur í Sturlungu,“ Tímarit Máls og menningar 54, nr. 1 (1993): 27–35, hér
32–33; Úlfar Bragason, „II 46 Genealogies,“ í Handbook of Pre-Modern Nordic
Memory Studies: Interdisciplinary Approaches 1, ritstj. Jürg Glauser, Pernille
Hermann og Stephen A. Mitchell (Berlin: De Gruyter, 2018), 744–749, hér 747–
748; Margaret Clunies Ross, „The development of Old Norse textual worlds:
Genealogical structure as a principle of literary organisation in early Iceland,“
The Journal of English and Germanic Philology 92, nr. 3 (1993): 372–385, hér
einkum 374 og 377. Sjá einnig Chris Callow, Landscape, Tradition and Power in
Medieval Iceland: Dalir and the Eyjafjörður Region c. 870–c. 1265 (Leiden: Brill,
2020), 147–154, 184–187.
18 Um það fjallar höfundur nánar í greininni „Skapandi ættfræði“ (væntanleg).