Saga - 2022, Blaðsíða 126
steins rangláts sem dó 1149 en ætt hans er rakin í beinan karllegg frá
Hámundi heljarskinni í Ættartölum Sturlungu og Hauksbók Land -
námu. Þá ættartölu er þó ekki að finna í Sturlubók Landnámu og
gæti verið að Grundarmenn á þrettándu öld hafi sjálfir fundið þetta
upp.26 Goðorð Vatnsfirðinga vekur einnig spurningar þótt ætt for -
föður þeirra, Þórðar Þorvaldssonar í Vatnsfirði sem uppi var á fyrri
hluta tólftu aldar, sé rakin til Ásgeirs Knattarsonar sem á að hafa
verið goðorðsmaður á seinni hluta tíundu aldar. Sú ættartala kemur
fyrst fyrir í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar hinni sérstöku frá þrett-
ándu öld og getur því ekki talist traust.27 Þessi karlleggur er þó ekki
rakinn til neins sem var á lista Landnámu yfir göfuga landnáms-
menn en líkur benda til að þar hafi einkum verið forfeður sitjandi
goðorðsmanna þegar hann var tekinn saman.28 Því má vera að eng-
inn af ætt Vatns firðinga hafi haft goðorð á þeim tíma.
Við höfum þannig ástæðu til að efast um að helmingur þessara
tíu mannaforráða hafi í raun og veru gengið í arf á elleftu öld. Eftir
standa þá aðeins goðorð Oddaverja, Mosfellinga/Haukdæla, Gils -
bekk inga (Jöklamannagoðorð), Þórsnesingagoðorð Staðarmanna og
Æverlingagoðorð. Það þýðir ekki að þessi fimm mannaforráð hafi
örugglega verið arfgeng fyrir 1100, aðeins að við höfum ekki beina
ástæðu til að rengja það. Jafnvel þótt nokkrir menn sömu ættar hafi
gegnt sama embætti þýðir það ekki að embættið hafi verið formlega
arfgengt. Má þar minna á að embætti lögsögumanns gekk talsvert
innan sömu ættar einmitt á sama tíma og líkur benda til að goðorðin
hafi verið að verða arfgeng. Fyrstur þeirra var Gunnar hinn spaki
Þorgrímsson (1063–1065 og 1075), svo sonur hans Úlfhéðinn (1108–
1116) og loks Hrafn sonur Úlfhéðins (1135–1138). Síðari fræðimenn
hafa svo bætt tveim öðrum lögsögumönnum í ættina með óvissum
rétti, Bergþóri Hrafnssyni (1117–1122) og Gunnari Úlfhéðinssyni
(1146–1155).29 Embætti lögsögumanns varð þó aldrei formlega arf-
axel kristinsson124
sennilega viðbót Skarðverja við upphaflega ættartöluritið enda gátu þeir þannig
rakið eigin ætt til Þórðar Freysgoða.
26 Sjá nánar grein höfundar „Skapandi ættfræði“ (væntanleg).
27 Sturlunga saga III, 320.
28 Sjá Lúðvík Ingvarsson, Goðorð og goðorðsmenn I, 236–247 og Gunnar Karlsson,
Goðamenning, 206–207. Þannig gæti listinn að stofni verið frá um 1100–1110 en
Þórður Þorvaldsson ekki tekið við goðorði fyrr en eftir það. Enginn land-
námsmaður við Ísafjarðardjúp er á listanum.
29 Sturlunga saga I, 72. Bergþór mun tilgáta Steins Dofra: Páll Eggert Ólason,
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940 I (Reykjavík: Hið íslenzka