Saga - 2022, Side 127
gengt enda gegndu aðrir menn embættinu á milli þeirra langfeðga.
Án þeirra upplýsinga væri auðvelt að ímynda sér að staðan hefði
erfst.
Eftir standa 19 mannaforráð af 29 sem virðast ekki hafa erfst um
1100 eða 13 af 23 ef við sleppum þeim sem of litlar upplýsingar eru
um. Öll þessi 13 mannaforráð hafa goðaættir sem líklega komast
fyrst til valda á fyrri hluta tólftu aldar. Í þremur þeirra eru beinar
heimildir eða vísbendingar um það.30 Hin tíu hafa goðaættir sem
virðast eiga sér upphaf á þeim tíma og er ekki hægt að rekja lengra
aftur.31 Að minnsta kosti 13 af þeim 23 goðaættum sem eitthvað er
vitað um virðast því eiga sér upphaf á fyrri hluta tólftu aldar, eða
meira en helmingur þeirra. Hugsanlega ættum við að bæta við þeim
fimm goðaættum sem hafa grunsamlegar framættir. Að auki höfum
við auðvitað engar upplýsingar um rótgrónar goðaættir í þeim sex
mannaforráðum sem minnst er vitað um. Fyrir aðeins fimm af þess-
um 29 mannaforráðum höfum við heimildir sem gætu bent til arf-
gengis fyrir 1100 og erfitt er beinlínis að rengja en það þýðir þó ekki
endilega að þær séu trúverðugar.
Svo virðist því að á fyrri hluta tólftu aldar hafi nýjar goðaættir
orðið til í stórum stíl þótt einhverjar eigi sér mögulega eldri rætur.
Þessi mynd af erfðum þekktra mannaforráða samræmist þannig
best því að óformlegt arfgengi hafi verið farið að ryðja sér til rúms á
elleftu öld en almennt hafi goðorð ekki orðið arfgeng fyrr en á fyrri
hluta tólftu aldar. Nú mætti segja að þetta endurspegli frekar það að
heimildir verði betri þegar komið er fram á tólftu öld og það er
vissulega eitthvað sem hafa þarf í huga. Hins vegar er athyglisvert
að um leið og við höfum fjölda annarra ætta sem eru raktar aftur
voru goðorð arfgeng fyrir 1100? 125
fornritafélag, 1948), 152. Gunnar er tilgáta Jóns Sigurðssonar: Jón Sigurðsson,
„Lögsögumanna tal og lo ̈gmanna á Íslandi“ í Safn til sögu Íslands og íslenzkra
bókmenta að fornu og nýju 2 (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmentafélag,
1886), 1–250, hér 25. Sjá einnig Gísli Sigurðsson, Túlkun Íslendingasagna í ljósi
munnlegrar hefðar, 71–97.
30 Það eru Snorrungagoðorð (12), Reyknesingagoðorð (14) og Hafliðanautur (18).
Samkvæmt sögum eiga tvö hin fyrri að hafa gengið í ætt fyrir 1100 en það sem
hér skiptir máli er að nýir menn taka við þeim snemma á tólftu öld, án þess að
erfa þau, og verða ættfeður síðari goðorðsmanna.
31 Þetta eru allsherjargoðorð (5), Lundarmannagoðorð (6), Rauðmelingagoðorð
(10), Þórsnesingagoðorð Skarðverja (13), goðorð Seldæla (15), goðorð Ás birn -
inga (21), goðorð Guðmudar dýra (24), goðorð Kleppjárns Klængssonar (26),
Ljósvetningagoðorð (27) og goðorð Austfirðinga (28).