Saga - 2022, Page 133
tvennt til greina. Annars vegar var hægt að meta goðorðið til fjár og
skipta á móti öðrum eignum. Ekki er hægt að finna augljós dæmi
um þetta á tólftu eða þrettándu öld en vel getur þó verið að það hafi
tíðkast í einhverjum mæli.55 Hinn möguleikinn var að skipta goð -
orðinu á milli sona. Eina augljósa dæmið um að það væri gert er
skipting Snorrungagoðorðs milli Sturlusona en það gerðist ekki fyrr
en eftir miklar deilur þar sem allir aðilar voru þegar valdamiklir
höfðingjar.56 Formlegur frumburðarréttur tíðkaðist ekki á Íslandi og
því voru engar lagareglur til um hver sona skyldi fá goðorð úr skipt-
um. Þetta gat valdið vandamálum og deilum og má þar nefna átök
milli bræðranna í Vatnsfirði, Þórðar og Þorvalds Snorrasona.57
Í raun var oft sneitt hjá þessum almennu lögum um skiptingu arfs
þegar kom að goðorðum. Einföld leið var að láta goðorð ekki koma
til skipta heldur ættu bræður það saman eftir lát föður síns. Dæmi um
það eru goðorð Seldæla sem eftir víg Hrafns á Eyri virð ast sameign
fjögurra sona hans en þeir afhentu Sturlu Sighvatssyni þau 1225.58
Fleiri dæmi eru um þetta en stundum virðist sem einn taki forystu og
komi að mestu fram fyrir hönd þeirra og er þá líklegt að hann hafi
haft meðferð goðorðsins einn þótt hann ætti það ekki einn.59 Slík
voru goðorð arfgeng fyrir 1100? 131
55 Í Íslendingasögum eru dæmi um slíka skiptingu í Kjalnesinga sögu (Kjalnes -
inga saga. Íslenzk fornrit XIV, útg. Jóhannes Halldórsson (Reykjavík: Hið íslenzka
fornritafélag, 1959), 6), Droplaugarsona sögu (Austfirðinga sögur. Íslenzk fornrit
XI, útg. Jón Jóhannesson (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1950, 141) og
Vatnsdælu (Vatnsdæla saga, 71). Hugsanlega eru þau byggð á fyrirmyndum frá
tólftu eða þrettándu öld. Í Kjalnesinga sögu er eldri bróðirinn látinn fá föður-
leifð og mannaforráð en sá yngri útjarðir. Það virðist frekar endurspegla erfða -
reglur Jónsbókar þar sem elsta syni er hyglað með því að hann fái frekar
höfuðból, Jónsbók. Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og end-
urnýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1578, útg. Már Jónsson (Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 2004), 127.
56 Sturlunga saga II, 172 sbr. 359. Lúðvík Ingvarsson (Goðorð og goðorðsmenn III,
158–159) túlkar frásögnina þannig að goðorðinu hafi verið skipt í þrennt og er
það sennilegt.
57 Sturlunga saga III, 321–322.
58 Sturlunga saga II, 164–165.
59 Má þar nefna Fljótamannagoðorð sem virðist í eigu bræðranna Jóns prests og
Ásgríms skálds Ketilssona en aðeins Jón fór með það (Sturlunga saga I, 191,
193–194). Goðorð Bjarnasona virðist sameign og ekki annað að sjá en báðir séu
jafnir (Sturlunga saga II, 9). Hinir eldri laungetnu synir Þorvalds Vatnsfirðings,
Þórður og Snorri, virðast fara saman með goðorðið eftir föður sinn þótt meira
beri á Þórði enda var Snorri ungur (Sturlunga saga II, 183).