Saga - 2022, Blaðsíða 134
sameign getur hafa enst um langa hríð, jafnvel eftir að bræðurnir
fóru að týna tölunni. Í Guðmundar sögu dýra er talað um að frænd-
urnir Önundur Þorkelsson og Einar Hallsson ættu saman goðorð.
Ekki kemur fram hvernig þeir voru skyldir en goðorðið virðist vera
sameign fremur en að þeir hafi hvor um sig átt hluta af því.60 Því er
einna sennilegast að upprunann megi rekja til sameignar bræðra.61
Hafa þarf í huga að munur var á að eiga goðorð saman þannig að
þingmenn og meðferðin var óskipt eða að eiga hluta af sama goð -
orði þar sem hver virkaði sem sjálfstæður goðorðsmaður með eigin
þing menn. Dæmi um það síðara eru líklega tveir hlutar Þórsnes -
inga goðorðs eða þegar Þorleifur í Görðum gaf Snorra Sturlu syni
hálft Lundarmannagoðorð en þingmenn þeirra virðast eftir það
aðskildir.62 Einnig gildir þetta áreiðanlega um áðurnefnda skiptingu
Snorrungagoðorðs.63
Ef goðorðsmaður átti ekki syni gat goðorð átt að erfast í kven -
legg samkvæmt Grágás og þannig gengið úr karllegg ættarinnar.
Í þekktum dæmum gerðist þetta aðallega ef karlleggur var að deyja
út og kvenleggurinn sem við tók var þegar áhrifamikill og um leið
karlleggur annars goðorðs. Stundum virðist samið um slíka yfirtöku
þegar sambönd voru ákveðin. Í Dalverjagoðorði gerðist það tvisvar,
fyrst þegar Oddaverjinn Ormur Breiðbælingur tók við því með Þóru
frillu sinni sem var systir eigandans Kolskeggs Eiríkssonar en börn
hennar áttu að erfa hann.64 Hallveig, dóttir Orms og Þóru átti síðan
Björn Þorvaldsson af Haukdælaætt og fékk hann goðorðið eftir víg
tengdaföður síns.65 Karlleggur Hítdælaættar dó út með Þorleifi
axel kristinsson132
60 Sturlunga saga I, 182–4.
61 Ef til vill feðra þeirra eins og Lúðvík Ingvarsson (Goðorð og goðorðsmenn III, 593-
594) getur sér til um.
62 Frásögnin af þessu er þó ekki fullkomlega skýr, Sturlunga saga II, 46.
63 Sbr. Sturlunga saga II, 180 þar sem fram kemur að allir bændur sunnan Fá -
skrúðar sögðust í þing með Snorra og gengu til eiða við hann. Ákvæði Grá -
gásar um deild goðorð virðast oftast eiga við þegar goðorð er sundurskipt
fremur en í sameign. Flestir fræðimenn hafa þó ekki gert þennan greinarmun,
sjá t.d. Gunnar Karlsson, Goðamenning, 68–70. Í Ljósvetninga sögu virðist
einnig gert ráð fyrir þrískiptu goðorði en einn þriðjungurinn í sameign bræðra.
Ljósvetninga saga með þáttum. Reykdæla saga ok Víga-Skútu. Hreiðars þáttr. Íslensk
fornrit X, útg. Björn Sigfússon (Reykjavík: Hið íslenska fornritafélag, 1940), 11–
12. Helgi Skúli Kjartansson, Fjöldi goðorða samkvæmt Grágás, 18–19, bendir ein-
mitt á að goðorðspartarnir virki hér sem sjálfstæð goðorð.
64 Sturlunga saga II, 50.
65 Sturlunga saga II, 111–112.