Saga - 2022, Side 137
mann áður en hann lét af völdum. Þetta virðist hafa gerst nokkuð
oft á tólftu öld og framan af þeirri þrettándu og gekk hann þá oftast
í klaustur um leið. Þannig fékk Gissur Þorvaldsson ríki Haukdæla
þegar faðir hans gekk í Viðeyjarklaustur þótt hann ætti eldri bræður
á lífi.75 Þegar þetta gerðist er ekki annað að sjá en valið hafi verið
viðurkennt þótt óvíst sé um lagalegan grundvöll þess. Hugsast
getur að faðir hafi þá gefið syni sínum goðorð með formlegum hætti
og það hafi gerst með samþykki annarra erfingja ef það var talið
nógu verðmætt til að gjöfin bryti í bága við lög um arfskot. Í raun er
þó ekkert um þetta vitað og vel getur verið að nóg hafi verið að
faðirinn lýsti vilja sínum. Lögum er sjaldan fylgt í blindni og senni-
lega mun síður á þessum tíma en í dag. Með þessari aðferð var í
raun komið á óformlegu ígildi frumburðarréttar enda þótt elsti
sonur yrði ekkert endilega fyrir valinu. Það sem skipti máli var að
einn erfingi var valinn og þannig komið í veg fyrir deilur um völd
innan fjölskyldunnar og valdsvæðinu haldið sameinuðu.76 Þetta
virkaði vel en bendir jafnframt til að reglur og venjur um erfðir
valda á Íslandi hafi verið óþroskaðar og mikið til óformlegar. Það
kemur vel heim við að goðorð hafi almennt ekki orðið arfgeng fyrr
en snemma á tólftu öld.
voru goðorð arfgeng fyrir 1100? 135
75 Lúðvík Ingvarsson, Goðorð og goðorðsmenn II, 266–267. Önnur dæmi: Gissur
Hallsson/Þorvaldur Gissurarson (Sturlunga saga I, 288; Lúðvík Ingvarsson,
Goðorð og goðorðsmenn II, 264), Guðmundur dýri/Þorvaldur Guðmundarson
(Sturlunga saga I, 296 — Þorvaldur var þó e.t.v. einkasonur), Guðmundur gríss
allsherjargoði/Magnús Guðmundarson (Lúðvík Ingvarsson, Goðorð og goðorðs -
menn II, 339–340), Magnús allsherjargoði/Árni óreiða (Lúðvík Ingvarsson,
Goðorð og goðorðsmenn II, 341–342), hugsanlega Hreinn Styrmisson/Hermundur
Koðránsson (nefndir áður), Þorgils Oddason/tveir synir hans (Sturlunga saga
I, 80 — annar sonanna varð skammlífur þannig að Þorgils gæti hafa afhent
öðrum þeirra goðorðið en það síðan gleymst), Þorgeir Hallason/Þorvarður
Þorgeirsson (Lúðvík Ingvarsson, Goðorð og goðorðsmenn III, 574–575), Þorvarður
Þorgeirsson/Ögmundur sneis (Lúðvík Ingvarsson, Goðorð og goðorðsmenn III,
577–580 — goðorðið gekk til laungetins sonar þótt hann ætti skilgetnar dætur
og þannig er þetta einnig dæmi um forgang karlleggs framhjá lögum), Ormur
Jónsson eldri/Sigurður Ormsson (Lúðvík Ingvarsson, Goðorð og goðorðsmenn
II, 127–128). Í öllum þessum tilfellum nema tveim gekk fráfarandi goðorðs -
maður í klaustur. Þessir tveir voru Gissur Hallsson sem dvaldi í Skálholti
síðustu árin og Magnús Guðmundarson sem kosinn var biskup.
76 Sbr. Georges Duby, The Knight, the Lady and the Priest: The Making of Modern
Marriage in Medieval France, þýð. Barbara Bray (Harmondsworth: Penguin,
1983), 105–106 og víðar.