Saga - 2022, Blaðsíða 140
tengist þetta áherslu á karllegg valdaætta í Noregi og víðar, hvort
sem það var vegna kringumstæðna eða menningartengsla.84 Þegar
kom fram á þrettándu öld höfum við nokkur dæmi um að menn
þurftu að leita viðtöku bænda áður en þeir tóku við völdum og
fengu hana alls ekki alltaf.85 Ekki er gott að sjá hvort þetta var forn
venja eða ný þróun á þrettándu öld.86
Sundrun miðstjórnar með eflingu yfirstéttar
Ef það er rétt að goðorð hafi almennt ekki orðið arfgeng fyrr en á
fyrri hluta tólftu aldar hefur það ýmsar afleiðingar er varða þróun
stjórnskipunar á þjóðveldisöld sem ekki er hægt að horfa framhjá.
Það þýðir að goðar hafa varla verið eins mikilvægir á fyrri hluta
þjóðveldisaldar og þeir voru á síðari hlutanum eða í Íslendinga -
sögum. Þeir virðast að minnsta kosti stundum hafa verið valdir með
hlutkesti og þar sem þannig er valið í embætti fela þau yfirleitt ekki
í sér mikið persónulegt vald embættismannsins.87
Einnig er ástæða til að minna á að samkvæmt Grágás sátu þrír
menn í Lögréttu fyrir hvert goðorð þótt aðeins einn hefði atkvæðis-
rétt.88 Þetta hefur oftast verið túlkað svo að tveir hafi verið goðanum
til ráðgjafar en ef goðinn átti ekki goðorðið opnast aðrir möguleikar.
Þá ættum við kannski frekar að líta á goðorðin sem frjáls samtök eða
bandalög bænda sem hafi sjálfir valið fulltrúa sína í lögréttu með
einhverjum hætti. Vert er að nefna þann möguleika að tvö eða þrjú
goðorð í héraði hafi sameinast sem eitt goðorð í lögréttu. Bent hefur
verið á að líkur eru til að goðorð hafi verið sjálfsprottin og mun fleiri
axel kristinsson138
84 Sbr. Sverrir Jakobsson, „The early kings of Norway: The issue of agnatic suc-
cession, and the settlement of Iceland,“ Viator 47, nr. 3 (2016): 171–188.
85 Dæmi um það eru þegar nefnd frá Skagafirði (Brandur Kolbeinsson og Þorgils
skarði) og Eyjafirði (Þorvarður Þórarinsson).
86 Gunnar Karlsson, „Goðar og bændur,“ Saga 10 (1972): 5–57, hér 37–42; Helgi
Þorláksson, „Stéttir, auður og völd á 12. og 13. öld,“ Saga 20 (1982): 63–113, hér
einkum 95–98.
87 Sjá t.d. umfjöllun um hlutkesti hjá: Engelstad, „The assignment of political
office by lot“; Stone, „Sortition, voting, and democratic equality“; Terrill G.
Bourocius, „Democracy through multi-body sortition: Athenian lessons for the
modern day,“ Journal of Public Deliberation 9, nr. 1 (2013): article 1 (1–19).
88 Grágás Ia, 211–212. Sjá einnig Einar Arnórsson, Réttarsaga alþingis (Reykjavík:
Alþingissögunefnd, 1945), 47.