Saga - 2022, Page 143
vald var vissulega ekkert eða lítilfjörlegt en það gat þó gengið á
meðan valdamiklir einstaklingar höfðu ekki komið sér fyrir í héruð -
um landsins. Ef það er rétt, sem nefnt var í upphafi að stéttskipting
hafi farið vaxandi frá því á elleftu öld, þá má vera að þróunin á
Íslandi hafi verið svipuð og víða í Evrópu á mörkum ár- og hámið -
alda þegar konungsstjórn veiktist en hertogar, greifar og aðrir hér aðs -
höfðingjar efldust. Samfélagið klofnaði í mörg lítil valdsvæði sem
hvert laut sínum yfirmanni.
Vel má hugsa sér að hluti hinna rísandi höfðingja hafi í byrjun
tólftu aldar reynt að hefja sig til valda yfir öllu Íslandi og getur verið
að það gildi um Mosfellinga/Haukdæli, í bandalagi við Hafliða
Másson, Ara fróða og fleiri.97 Ritun Íslendingabókar getur verið
hluti af átaki sem miðaði að því að efla sameiginlega sögu og sjálfs-
mynd landsmanna. Miðflóttaaflið varð þó á endanum yfirsterkara
þegar rísandi höfðingjar í héruðum neituðu að lúta mið stjórninni og
má sennilega túlka átök Þorgils og Hafliða í því ljósi. Hinum hér aðs -
ríka Þorgils Oddasyni tókst að standa af sér skóggangsdóm og halda
lífi, eignum og völdum þrátt fyrir áhlaup Haf liða Mássonar og Halls
Teitssonar.98 Þegar landið skiptist í næstum fullvalda héraðsríki
skerðist um sameinandi bókmenntir á borð við Íslendingabók en í
staðinn fáum við Íslendingasögur sem fjölluðu um hetjur í heima-
byggð.99
Athyglisverða hliðstæðu við goðorðin má hugsanlega finna í
„bændalýðveldinu“ í Þéttmerski (Dithmarschen) á síðmiðöldum þar
sem fólk skipulagði sig í ættbálka, bandalög til varnar og sóknar, án
þess endilega að vera skylt innbyrðis. Líkt og goðorðin byggðust
þeir á persónusamböndum frekar en landsvæðum.100 Engar beinar
voru goðorð arfgeng fyrir 1100? 141
97 Björn Þorsteinsson, Íslensk miðaldasaga (Reykjavík: Sögufélag, 1978), 102, gefur
eitthvað slíkt í skyn.
98 Samkvæmt Þorgils sögu og Hafliða var Hallur Teitsson, höfðingi Haukdæla,
jafnvel ákafari en Hafliði í að koma lögum yfir Þorgils (Sturlunga saga I, 48, 61–
63). Vera má vera að ummæli Ara um stjórnsemi Skafta lögsögumanns beri að
skilja sem samanburð við það hvernig uppivöðslusömum höfðingja hafði
nýlega tekist að koma sér undan lögum, sbr. Ármann Jakobsson, „Skapti Þór -
oddsson og sagnaritun á miðöldum,“ Árnesingur IV (1996): 217–233, hér 218–
219.
99 Axel Kristinsson, „Lords and literature: The Icelandic sagas as political and
social instruments,“ Scandinavian Journal of History 28, nr. 1 (2003): 1–17.
100 William L. Urban, Dithmarschen: A Medieval Peasant Republic. Medieval Studies
7 (Lewiston: Edwin Mellen Press, 1991), 10–14.