Saga - 2022, Page 148
kvikmyndagerðar, Ruth með
Lofti Guðmundssyni og Svala
með Óskari Gíslasyni.3
Árið 1950 var Svala Hann-
esdóttir í námi við leiklistar-
skóla Ævars Kvarans og hafði
fengið nokkur hlutverk í út -
varpsleikritum og á sviði í
verkum sem Ævar leik stýrði.4
Hún hafði hæfileika og vildi
beisla þá fyrir utan hið hefð -
bundna heimilislíf, hennar
draumur var að vinna í leik-
húsi. Við leiklistarskólann
samdi hún látbragðs leikinn
Ágirnd sem settur var upp af
nemendum og sýnd ur á opn -
um sýningum í skólanum.
Fór svo að Óskar Gísla son
kvik myndagerðarmaður lýsti
áhuga á kvikmyndun látbragðsleiksins. Ævar Kvaran var góðvinur
Óskars, hafði komið að gerð nokkurra af stærstu myndum hans og
var meðal annars titlaður leikstjóri Síðasta bæjarins í dalnum (1950) og
Reykjavíkurævintýris Bakkabræðra (1951).5 Það var líklega í gegnum
gunnar tómas kristófersson146
Svala Hannesdóttir árið 1951. Ljósm. Jón
Kaldal. Ljósmyndasafn Íslands.
3 Til að skilja stöðu íslenskra kvenna í kvikmyndagerð í víðara samhengi er grein
Guðrúnar Elsu Bragadóttur ,,Out in the Cold? Women Filmmakers in Iceland“
lykiltexti um efnið en þar fer Guðrún Elsa yfir stöðu og sögu kvenna í íslenskri
kvikmyndagerð og gefur í fyrsta sinn skýra mynd af hvoru tveggja: Guðrún
Elsa Bragadóttir, „Out in the Cold? Women Filmmakers in Iceland,“ í Women in
the International Film Industry, ritstj. Susan Liddy (London: Palgrave Macmillan,
2020), 179–195.
4 Sjá meðal annars: Tíminn, 19. maí, 1951, 2; „Leikfélag Reykjavíkur: Pi-Pa-Ki eða
söngur lútunnar,“ Vísir, 27. desember, 1951, 4 og 6.
5 Hefð hefur skapast fyrir því að nefna Óskar höfund þeirra mynda sem hann
kom að því að gera þar sem hann stjórnaði yfirleitt kvikmyndagerðinni, ásamt
aðstoðarmanni sínum Þorleifi Þorleifssyni, á meðan Ævar Kvaran sá um að
stýra leikurunum og var titlaður leikstjóri. Nú er erfitt að álykta um gerð
Ágirndar og ýmsar sögur fara af því hver eigi að teljast höfundur hennar.
Kvikmyndir er almennt erfitt að telja sem höfundarverk einnar manneskju þar
sem vinna margra liggur á bakvið eina kvikmynd og því er einnig að skipta í til-
felli Ágirndar. Það er ljóst að stílbrögð myndarinnar eru afar ólík því sem Óskar