Saga - 2022, Page 150
með fleiri leikurum, skreytt í drungalegum anda myndarinnar þar
sem leikhúsgrímur eru í fyrirrúmi. Tökurit, það er nákvæm lýsing á
því hvernig kvikmyndin er skipulögð, er skrifað á Þorleif Þor -
leifsson, aðstoðarmann Óskars Gíslasonar, en hann var brautryðj -
andi á Íslandi þegar kom að gerð alvöru tökurita.7 Svala Hannes -
dóttir er svo skráður leikstjóri myndarinnar og að lokum er nefndur
til sögunnar Óskar Gíslason sem sá um flest allt sem við kom kvik-
myndagerðinni. Þegar aðstandendalistanum lýkur kemur upp texti
þar sem vísað er í græðgi fólks í perlur og gull og yfir talar rödd sem
lýsir þessari fýsn og hversu almenn hún sé. Að jafnvel við, áhorf-
endur, þjáumst af óstjórnlegri ágirnd í fé, þó að það sé illa fengið.
Þetta er eina talið sem heyrist í myndinni, fyrir utan sömu rödd sem
talar í lok myndarinnar, annars er hún öll leikin með látbragði og
kraftmikilli tónlist Knúts Magnússonar sem leiðir áhorfendur í
gegnum atburði hennar.
Eftir varúðarorðin er klippt yfir á klukkuturn þar sem klukkan
slær ellefu í kvöldrökkrinu, en klukkuturninn á eftir að verða að
mikilvægu tákni síðar í myndinni og er jafnframt eina skotið sem er
ekki tekið á sviði Þjóðleikhússins, þar sem myndin var að öðru leyti
öll tekin. Í næsta skoti sést skuggamynd af konu sem fellur á himna-
sæng en efnið í sænginni mótast á mjög áhugaverðan máta í formi
sem minnir á kvensköp. Það er einstaklega viðeigandi að fyrsta
skotið í fyrstu frásagnarmynd íslenskrar konu sé með þessu tákni
kvenleikans, hvort sem það er meðvitað eða ekki. Svo er myndavél-
inni hnikað niður á við og við sjáum aldraða konu liggja dánarleg-
una, ljóstíra rammar inn andlit hennar en skugginn vofir yfir. Svala
sjálf leikur konuna. Hún heldur á perlufesti í greipum sér, síðustu
minningunni um látinn mann sinn. Næst sjáum við hjúkrunarkonu
standa yfir rúmi hennar og hún ásælist augljóslega perlufestina, en
nær að halda aftur af sér og leyfir hinni deyjandi konu að halda fest-
inni síðustu augnablik lífs síns. Taktur myndarinnar er hægur og
sviðsmyndin minimalísk og fyrir utan nokkra leikmuni sem eru
upplýstir er allt svart og miklar andstæður á milli ljóss og skugga.
Margt í sviðsmyndinni er einnig sett upp skakkt og stílfært á máta
sem vísar skýrt til þýsks expressjónisma með sterkum andstæðum
ljóss og skugga, skökkum formum og óreglulegum línum. Ýktur
gunnar tómas kristófersson148
7 Þorleifur Þorleifsson var mikill hæfileikamaður en lét afar lítið fyrir sér fara
þrátt fyrir að hafa tekið virkan þátt í kvikmyndagerð Óskars Gíslasonar.
Þorleifur er maður sem þyrfti að rannsaka betur, en það bíður betri tíma.