Saga - 2022, Page 155
myndir hans. Ein sú augljósasta er aðild Svölu Hannesdóttur. Ágirnd
má skoða í samhengi við aðra mynd Óskars, Töfraflöskuna, sem hann
gerði ári fyrr við svipaðar aðstæður, en hún var einnig tekin upp á
sviði með naumhyggjulega sviðsmynd og sérstaka lýsingu og Svala
leikur meira að segja hlutverk í henni. En hún er augljóslega unnin
á forsendum frásagnarinnar þrátt fyrir að Þorleifur Þorleifsson, með
sína hæfileika, hafi verið með og Óskar hafi gert hana. Sviðsetning
Töfraflöskunnar er ekki stílfærð og þjónar rökréttri söguframvindu í
hvívetna. Það er synd að Svala og Óskar hafi aðeins gert eina mynd
saman, því ef listrænt auga hennar í kvikmyndagerð var orðið eins
gott og Ágirnd er til vitnis um þá hefur íslensk kvikmyndamenning
farið á mis við mikið.
Fjölmiðlar bregðast við „siðleysinu“
Kafli úr Ágirnd var sýndur blaðamönnum í lok nóvember 1952 og í
Tímanum er fjallað um myndina, þar sem hún er kölluð „hrylli-
mynd“ en efni hennar jafnframt sagt nýstárlegt. Í texta undir stillu
úr myndinni í blaðinu segir:
Myndin er úr hinni nýju hryllimynd Tjarnarbíós, þar sem framin eru
þrjú morð, spilað fjárhættuspil og stolið. Er þar staðið við rúm eins af
fórnardýrum morðingjanna, en hinir, sem myrtir eru í myndinni, eru
prestur og morðingi og fjárhættuspilari.11
Reyndar er myndin sem um ræðir í tilvitnuninni af Svölu Hann -
esdóttur í hlutverki hinnar deyjandi konu og stendur hjúkrunarkon-
an við rúmið að hjúkra henni og því ekki um fórnarlamb að ræða.
En vissulega voru þrjú morð í myndinni og önnur siðspilling, eins
og blaðamaður Tímans leggur mikla áherslu á. Það var meðal annars
gert með fyrirsögninni: „3 morð, fjárhættuspil og þjófnaðir í ísl.
kvikmynd.“ Myndin vakti sem sagt strax mikla athygli fyrir efnistök
og að þora að fara út fyrir þau mörk velsæmis sem aðrar íslenskar
kvikmyndir höfðu ekki einu sinni komið nálægt. Aðeins í Þjóð -
viljanum var minnst á það hversu stílfærð myndin væri og lýsingin
sérstök, en annars var athyglin á efnistökum myndarinnar.12
siðleysi í formi kvikmyndalistar 153
11 „3 morð, fjárhættuspil og þjófnaðir í ísl. kvikmynd,“ Tíminn, 29. nóvember
1952, 2.
12 „Nýjar kvikmyndir: „Ágirnd“ og „Alheims-Íslandsmeistarinn“,“ Þjóðviljinn,
29. nóvember 1952, 8.