Saga - 2022, Síða 157
Laugardagskvöldið 6. desember fór lögreglustjóri þess á leit við
Óskar Gíslason að sunnudagssýningum myndarinnar yrði frestað
og lögreglunni þannig veitt svigrúm til að kanna myndina og meta
hvort nauðsynlegt væri annað hvort að banna hana eða ritskoða.18
Myndin var því tekin úr sýningum sunnudaginn 8. desember á
meðan lögreglan skoðaði efni hennar. Strax á mánudeginum mátti
sýna hana aftur þar sem niðurstaðan var sú að hún væri ekki banns-
ins verð. En Tjarnarbíó var orðið afhuga myndinni og vildi ekki
sýna hana og varð því að gera hlé á sýningum í nokkra daga. Í grein
um Ágirnd sem birtist í Tímanum þriðjudaginn 9. desember var farið
afar ófögrum orðum um myndina og hún sögð allt í senn ómerkileg,
siðspillandi og ógeðslegur og illa tekinn varningur, sem með réttu
ætti að banna, enda óholl hverjum þeim sem á hana horfði. Undir
lok greinarinnar spyr svo nafnlaus greinarhöfundur hvernig það
geti verið að höfundur myndarinnar sé ung stúlka og tekur fram að
það sæti furðu að slík stúlka finnist á Íslandi sem geti soðið slíkan
ósóma saman.19
Leikar róast
Augljóslega tók Svala Hannesdóttir alla þessa óvægnu gagnrýni inn
á sig. Það var fokið í flest skjól, meira að segja Ævar Kvaran skrifaði
í blöðin þar sem hann sór sig frá öllum tengslum við myndina, án
þess þó að gagnrýna hana á nokkurn máta, enda þeim Ævari,
Óskari og Svölu vel til vina.20 Svala brá þá á það ráð að svara fyrir
sig í grein sem hún birti í Vísi þann 11. desember. Þar talar hún sér-
staklega um þá herör sem blaðamenn Tímans skáru upp gegn
myndinni sem Svala lýsir sem „geðröskun“ blaðamannanna. Hún
kallar aðför þeirra hina verstu útgáfu af æsifréttamennsku með
ósannindum og dylgjum í garð myndarinnar og þeirra sem að henni
siðleysi í formi kvikmyndalistar 155
18 „,,Ágirnd“ athuguð nánar,“ Vísir, 8. desember 1952, 8. 30 árum síðar ræddi
Óskar aðkomu kirkjunnar og biskups að aðförinni gegn myndinni, en hana
þyrfti að rannsaka betur, sjá: „,,Gleðst yfir þessari grósku í íslenskri kvik-
myndagerð“,“ Tíminn, 20. júlí 1980, 14. Sjá einnig: Kristín Svava Tómasdóttir,
Stund klámsins: Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar (Reykjavík: Sögu -
félag, 2018), 112.
19 „Glæpakvikmyndin svo ómerkileg að ekki tekur að banna hana,“ Tíminn, 9.
desember 1952, 1 og 7.
20 Ævar Kvaran, „Ævar Kvaran afneitar aðild að glæpamyndinni,“ Tíminn, 10.
desember 1952, 2.