Saga - 2022, Síða 158
stóðu, án þess að þeir hefðu séð hana. Þá hafi fjandmönnum mynd-
arinnar yfirsést ákveðin lykilatriði í æsingnum. Markmiðið með sög-
unni hafi ekki verið að gera siðleysi mannsins hátt undir höfði held-
ur „var sagan hugsuð sem ádeila á skefjalausa ágirnd, og hugsan-
legar afleiðingar hennar.“ Henni þykir það leitt að svo margir virðist
leitast við að misskilja og mistúlka viljandi boðskap hennar, sem ætti
að vera flestum samboðinn, því myndin endar á því að maðurinn
les blaðsíðuna úr biblíunni sem fylgt hafði festinni eftir að hafa
kyrkt konuna sína og tekur boðskap hinnar heilögu ritningar til sín.
Svala gagnrýnir einnig nafnleysi þeirra sem dæmdu myndina hvað
harðast, en Tíminn vildi ekki gefa upp hvaða blaðamenn hefðu
skrifað um myndina.21
Eftir svargrein Svölu virðist umræðan um myndina koðna og í
„Kvöldþönkum“ Vísis þann 13. desember er vöngum velt yfir því af
hverju fárið í kringum myndina varð eins mikið og raun bar vitni.
Greinarhöfundi fannst myndin ómerkileg en varla hálfdrættingur
miðað við margar erlendar myndir sem kvikmyndahúsin sýndu
reglulega. Þankarnir halda áfram þar sem myndin er skoðuð á yfir-
vegaðari máta en áður:
Miðað við íslenzka staðhætti er myndin ekki illa gerð, þótt sitthvað
megi að henni finna. Leiktjöld eða sviðin í myndinni sýnast ágæt, og
alveg fráleitt er að reyna að læða því inn hjá almenningi, að hér sé
eitthvað skaðsemdarfólk á ferðinni, sem að myndinni stendur.22
Þá telur blaðamaður illa vegið að myndinni með skrifum sem séu
mun ósmekklegri en myndin geti sjálf talist vera en líklega eigi hún
í kjölfarið eftir að verða vinsæl meðal almennings sem muni hópast
í bíó að sjá skaðræðið.
Sama dag og ró færðist yfir umræðuna með „Kvöldþönkum“
Vísis var myndin aftur auglýst til sýningar, en ekki í Tjarnarbíói
heldur Hafnarbíói.23 Hafnarbíó var þekkt fyrir að vera opið fyrir
sýningum á B-myndum og öðru sem önnur kvikmyndahús kærðu
sig ekki um að sýna. Gert var út á umtalið og hversu umdeild
mynd in var í auglýsingum frá bíóinu, enda hafði hún augljóst að -
gunnar tómas kristófersson156
21 Svala Hannesdóttir, „,,Ómerkilega“ myndin lagði til efnið í aðalfréttina,“ Vísir,
11. desember 1952, 5.
22 „Kvöldþankar,“ Vísir, 13. desember 1952, 5.
23 Alþýðublaðið, 13. desember 1952, 2.