Saga - 2022, Qupperneq 160
Með þessum orðum er botn sleginn í eitt mesta fár sem skapast
hefur í kringum íslenska kvikmynd í sögunni.27
Myndin gleymdist ekki svo glatt, því vegna fjölda áskorana var
hún aftur tekin til sýninga í Hafnarbíói í febrúar 1953 og svo ferð aðist
Óskar með hana til Akureyrar í sama mánuði og sýndi í bænum.28
Síðar minntist Óskar á hana í viðtölum og var hún honum greinilega
minnisstæð.29 Myndin var næst sýnd þegar Sjónvarpið efndi til við -
hafnarsýningar á henni árið 1979 með formála Erlends Sveins sonar.30
Í kvikmyndahúsi var myndin sýnd aftur árið 1980 á Íslenskri kvik-
myndaviku í Reykjavík.31 Í auglýsingu fyrir myndina á Kvik mynda -
hátíð kvenna árið 1985 er hún sögð vera sannkallað brautryðj enda -
verk konu í kvikmyndagerð, enda leikstjóri og handritshöfundur
hennar kona.32 Fjallað var ítarlega um Svölu og myndina í útvarps -
þáttum Viðars Eggertssonar í Ríkisútvarpinu árið 2006, en Kristín
Jóhannesdóttir hafði talað um Svölu í viðtali við Viðar og hann gerði
þættina í kjölfarið. Þar reynir Viðar að fá botn í gerð Ágirndar og
sögu Svölu Hannesdóttur í gegnum viðtöl við þá sem þekktu til.33
Eftir fárið í kringum myndina gerði Svala ekki aðra kvikmynd
og virðist óvægin umfjöllunin hafa haft áhrif á hana. Þrátt fyrir að
hafa dregið sig út úr kvikmyndum og leiklist kom hún af og til fram.
Árið 1955 stjórnaði hún skemmtiþættinum Samtíningi í útvarpinu
við afar góðar viðtökur. Í bréfi til Þjóðviljans var spurt af hverju slík
hæfileikakona sem Svala fengi ekki almennileg tækifæri til að láta
ljós sitt skína, enda fjölhæf leikkona þar á ferð.34 En Svala fékk engin
gunnar tómas kristófersson158
27 Um sýningar á umdeildum kvikmyndum og viðbrögðum við þeim sjá bók
Kristínar Svövu Tómasdóttur Stund klámsins. Þar fer hún ítarlega í viðbrögð
Íslendinga við klámi og öðrum „ósóma“ í víðara samhengi og hvernig margar
myndir voru dæmdar af samfélaginu sem og dómstólum undir formerkjum
siðavendni. Einnig má benda á grein Björns Þórs Vilhjálmssonar um bannlista
kvikmynda sem kom fram á níunda áratug tuttugustu aldar: Björn Þór
Vilhjálmsson „,,Taumlaust blóðbað án listræns tilgangs“. Íslenski bannlistinn
og Kvikmyndaeftirlit ríkisins,“ Ritið 19, nr. 2 (2019): 69–133.
28 Tíminn, 5. febrúar 1953, 6; Verkamaðurinn, 13. febrúar 1953, 3.
29 Gylfi Gröndal, „Við notuðum kvikmyndavagninn undir torf,“ Vikan 29, nr. 22
(1967): 24–27 og 40–42, hér 41.
30 „Íslensk kvikmynd frá árinu 1952,“ Þjóðviljinn, 20. febrúar 1979, 13.
31 Tíminn, 28. mars 1980, 18.
32 NT, 16. október 1985, 26.
33 „Sagan af Ágirnd frá 1952,“ Fréttablaðið, 30. desember 2006, 52.
34 „Bæjarpósturinn,“ Þjóðviljinn, 23. apríl 1955, 2.