Saga - 2022, Page 162
Saga LX:2 (2022), bls. 160–180.
ásgeir jónsson
Drög að mannorðsmorði
Miðvikudaginn 8. desember 2021 lagði Bergsveinn Birgisson fram
opinberar ásakanir á hendur mér um ritstuld úr bók hans Leitin að
svarta víkingnum (LSV)1 í álitsgerð sem hann birti á Vísir.is og ber tit-
illinn „Stolið og rangfært — um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir
Jónsson“.2 Jafnframt því lagði hann téða álitsgerð fram sem kæru til
Siðanefndar Háskóla Íslands. Í upphafsorðum hennar segir: „Hér er
því um ritstuld að ræða, og það svo umfangsmikinn að mér er til efs
að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu.“ Fjölmiðla -
storm ur fylgdi í kjölfarið. Fyrstu viðbrögð mín voru þau að hringja
í Bergsvein sjálfan — enda hlyti þetta allt að vera misskilningur.
Okkar tveggja manna tal rataði í fjölmiðla strax daginn eftir.3 Það
var forsmekkurinn af því sem koma skyldi. Þannig hófst undarleg
atburðarás þar sem ýmsar persónur úr þjóðlífinu komu við sögu og
ég skil raunar ekki til hlítar enn í dag.
Þann 9. desember átti ég að flytja auglýstan fyrirlestur hjá Mið -
alda stofu um íslenska hagsögu en var meinað að halda hann af for-
svarsmönnum stofnunarinnar. Hygg ég að það sé einsdæmi í sögu
Háskóla Íslands en þetta heitir víst slaufun á nútímamáli.
Þann 10. desember hófu meðlimir Siðanefndar fyrst að tjá sig um
málið í fjölmiðlum. Jafnframt lýsti Bergsveinn því yfir að hann
ætlaði með málið fyrir dóm í Noregi þar sem LSV var upprunalega
gefin út ef stuldarmálið yrði ekki tekið fyrir hérlendis.4
Þann 13. desember hélt Siðanefnd Háskólans fund þar sem kæra
Bergsveins var tekin fyrir og nefndin hóf málarekstur gegn mér.
Þegar ég bað nefndina um rökstuðning fyrir þessari ákvörðun var
Ásgeir Jónsson, asgeir.jonsson@sedlabanki.is
1 Bergsveinn Birgisson, Leitin að svarta víkingnum. Íslensk þýðing: Eva Hauks -
dóttir og Bergsveinn Birgisson (Reykjavík: Bjartur, 2016).
2 Vef. Bergsveinn Birgisson, „Stolið og rangfært — um Eyjuna hans Ingólfs eftir
Ásgeir Jónsson,“ Vísir.is, 8. desember 2021 ,sótt 18. september 2022.
3 Vef. „Ásgeir hringdi í Bergsvein vegna ásakana,“ Fréttablaðið.is, 9. desember
2021, sótt 18. september 2022.
4 Vef. „Gæti dregið seðla bankastjóra fyrir dóm í Noregi,“ Fréttablaðið.is, 10. des-
ember 2021, sótt 18. september 2022.