Saga - 2022, Page 163
mér svarað með einni setningu sem barst viku síðar: „Það er virkt
ráðningarsamband á milli þín og Háskóla Íslands.“5 Hins vegar
hafði formaður nefndarinnar svarað sömu spurningu þremur dög-
um á undan í blaðaviðtali þar sem hann sagði siðareglur Háskólans
gefa tilefni til „víðra túlkana“.6
Þetta kom mér spánskt fyrir sjónir, þar sem ég er í launalausu
leyfi frá Háskólanum án nokkurrar rannsóknar- og kennsluskyldu
og er hvergi talinn upp meðal starfsmanna skólans. Höfundarverk
mín eru heldur ekki færð í ritaskrá stofnunarinnar. Þá gegni ég
ótengdu embætti sem gerir gríðarlega strangar kröfur um sjálfstæði
og óhæði. Raunar er mér samkvæmt lögum óheimilt að vera í virku
ráðningarsambandi við nokkurn annan aðila en forsætisráðuneytið
meðan á skipunartíma mínum stendur. Fyrir mér var því um algert
grundvallarmál að ræða, að ég væri fyrir utan lögsögu Siðanefndar
Háskólans, ella gæti það skapað mjög óheppilegt fordæmi fyrir
emb ætti seðlabankastjóra. Þá er Bergsveinn Birgisson ekki heldur í
ráðningarsambandi við Háskólann þannig að vandséð er hvernig
deila okkar tveggja, þar sem hvorugur lýtur agavaldi rektors, hefði
átt að eiga erindi við siðanefnd hans.
Hafi einhver lagalegur efi verið til staðar var honum eytt með
lögfræðiáliti sem Trausti Fannar Valsson, deildarforseti Lagadeildar
Háskólans, ritaði. Þar er kveðið skýrt á um að prófessor í launalausu
leyfi sé ekki í virku ráðningarsambandi við Háskólann og falli al -
mennt utan við lögsögu Siðanefndar meðan á launalausa leyfinu
stendur. Þetta álit var afhent formanni Siðanefndar Háskóla Íslands
þann 4. janúar 2022. Tveimur dögum síðar sendi Bergsveinn bréf til
rektors Háskólans þar sem hann fór þess á leit að þessi sami for -
maður segði af sér vegna vanhæfis sem fælist í að viðkomandi hefði
aldarfjórðungi áður kennt við Bændaskólann á Hólum þegar faðir
undirritaðs var þar skólastjóri.7 Svo fór hins vegar að formaðurinn
sat áfram, lögfræðiálitinu var haldið leyndu og Siðanefnd hélt áfram
drög að mannorðsmorði 161
5 Ofangreint bréf Siðanefndar til mín var ódagsett og óundirritað en sent til mín
af ritara nefndarinnar þann 20. desember 2021.
6 Vef. „Siðareglur gefi tilefni til „víðra túlkana“,“ Mbl.is, 17. desember 2021, sótt
18. september 2022.
7 Bergsveinn Birgisson, „Beiðni um að nefndarmaður siðanefndar víki til hliðar í
máli vegna vanhæfis“. Bréf dagsett og undirritað þann 6. janúar 2022. Þetta bréf
kom fyrir almenningssjónir í frétt á Vísir.is: Vef. „Bergsveinn telur fulla ástæðu
til að vantreysta siðanefnd Háskóla Íslands,“ Vísir.is, 31. janúar 2022, sótt 18.
september 2022.