Saga - 2022, Page 165
Ég svaraði síðan áðurgreindum ásökunum lið fyrir lið í álitsgerð
til Siðanefndar sem ég sendi henni innan tilgreinds frests, 15. febr úar
2022, og birti hana jafnframt á Vísir.is. Hún sýnir með skýrum hætti
að ásakanir Bergsveins eru byggðar á mistökum í heimildanotkun.
„Lokaniðurstaða mín er því sú að mér er til efs að viðlíka dæmi séu
til í sögu íslenskrar bókaútgáfu um jafn alvarlegar ásakanir byggðar
á jafn hroðvirknislegri heimildavinnu,“ segir þar.12
Í ljósi alls þessa kom mér á óvart að lesa grein Bergsveins Birgis -
sonar í vorhefti tímaritsins Sögu 2022 en hún ber titilinn „Rýnt í rit-
stuld úr svörtum víkingi“.13 Ég hefði frekar búist við afsökunar-
beiðni. Í nefndri grein heldur hann því enn fram að ég hafi gerst
sekur um ritstuld við ritun bókarinnar Eyjan hans Ingólfs ásamt því
að fara með rangfærslur um embættisfærslu Siðanefndar vegna
téðrar kæru. Ég verð að líta svo á að þetta séu vísvitandi rangfærslur
þar sem lögfræðingur Bergsveins hefur beðið um og fengið öll sam-
skipti mín við Siðanefnd og rektor Háskólans.
Ekki kemur mér þó mest á óvart það sem stendur í þessari grein,
heldur það sem vantar. Nánar tiltekið er hvergi getið um veiga -
mestu atriðin úr upphaflegri álitsgerð Bergsveins. Þau virðast hafa
horfið án þess að svarað sé fyrir þau eða þau dregin til baka.
Þetta getur góðfús lesandi sannreynt sjálfur með því að lesa téða
álitsgerð frá 8. desember 2021, „Stolið og rangfært“, og bera saman við
„Rýnt í ritstuld“ sem birtist í Sögu. Í álitsgerðinni er ég sakaður um að
hafa haft bók Bergsveins Leitin að svarta víkingnum fyrir framan mig
þegar ég ritaði bók mína og stolið blákalt úr henni tilgátum og upp -
lýsingum sem höfðu verið settar „fram í LSV og hvergi annars staðar“
líkt og segir orðrétt. Þá er ég sakaður um að hafa stolið uppgötvunum
Bergsveins um norska og írska víkingaaldarsögu. Loks margendurtek-
ur Bergsveinn að tilgáta hans um rostungsútflutning Geirmundar
heljar skinns endurómi um alla bók mína og raunar megi tala um hana
„sem rauðan þráð gegnum bókina, sem ég reyndar fæ ekki séð að
hangi saman á öðru en þessum eina þræði“.14 Svo orðrétt sé haft eftir.
Eins og áður segir hafa nær allar þessar einstöku ásakanir gufað
upp án þess að dögg sjáist á grasi í grein Bergsveins í tímaritinu
drög að mannorðsmorði 163
12 Vef. Ásgeir Jónsson, „Fjórtán rangfærslum Bergsveins svarað,“ Vísir.is, 15.
febrúar 2022, sótt 18. september 2022.
13 Bergsveinn Birgisson, „Rýnt í ritstuld úr svörtum víkingi,“ Saga 55, nr. 1 (2022):
168–191.
14 Vef. Bergsveinn Birgisson, „Stolið og rangfært“.