Saga - 2022, Page 168
opinberlega og vísa ég til þeirra.18 Mig langar þó til að taka tvö lýs -
andi dæmi um ásakanir sem settar voru fram af Bergsveini þann
8. desember og hafa síðan horfið.
Dæmi 1. Í „Stolið og rangfært“ segir:
Um gervalla bókina eru, þrátt fyrir að Leitin að svarta víkingnum eða Den
svarte vikingen séu hvergi á nafn nefndar, litlar opinberanir sem sýna
hvaða bók «höfundur» hefur haft á borði sínu við sinn «lestur» á
Landnámabók. Mætti hér sem dæmi nefna hvað Ásgeir skrifar um
Hámund heljarskinn: «Hann fékk Örn, frænda sinn, til sín en hann
hafði numið Arnarfjörð á Vestfjörðum … Örn … kom til Eyjafjarðar til
að vinna með frænda sínum að héraðsskipan» (bls. 148). Hvergi kemur
fram í Landnámabók né öðrum miðaldaheimildum að Örn sé frændi
Hámundar eða Geirmundar heljarskinns. Þetta setti ég fram sem
tilgátu í LSV (bls. 135, upprunalega frá 2013), og í annarri bók sem
byggð var á þeirri rannsókn og heitir Geirmundar saga heljarskinns (2015,
Bjartur). Það gerði ég sökum þess að Örn velur að flýja undar Geir -
mundi og á náðir Hámundar, og því gat ég mér til um þessa frænd -
semi.19
Skýrum stöfum stendur í Landnámu að Örn sá er nam Arnarfjörð sé
frændi þeirra bræðra Hámundar og Geirmundar heljarskinns. Það
er ekki tilgáta Bergsveins Birgissonar. Í Landnámu segir nánar til-
tekið: „Örn hét maður ágætur; hann var frændi Geirmundar heljar-
skinns; hann fór af Rogalandi fyrir ofríki Haralds konungs. Hann
nam land í Arnarfirði svo vítt sem hann vildi.“20
Dæmi 2 úr „Stolið og rangfært“:
Í LSV kemur fram að Eyvindur austmaður hafi mögulega verið skipa -
smiður, en einnig er vísað í ossíanskt þjóðkvæði þar sem talað er um
stríðsmanninn Eyvind (Eibhinn) sem birtist sem nokkurs konar land -
varna maður, þ.e.a.s. að hann hafi haft «sama hlutverk og Göngu-
Hrólfur og hans menn höfðu í Rúðuborg; hann varði fólk sitt gegn
innrás víkinga» (LSV bls. 172). Þetta var þá reist á þeirri tilgátu að heim-
ildin getur um að Eyvindur barðist við Clian, sem gæti verið skylt
Cliath, þ.e. gamla írska nafninu á Dyflinni, Baile Átha Cliath.
Eins og sjá má er þetta algerlega frjáls túlkun og tilgáta sett fram í
LSV og hvergi annars staðar, og því ærið umhugsunarefni að Eyvindur
ásgeir jónsson166
18 Vef. Ásgeir Jónsson, „Fjórtán rangfærslum Bergsveins svarað“.
19 Vef. Bergsveinn Birgisson, „Stolið og rangfært“.
20 Jakob Benediktsson (ritstj.), Íslendingabók og Landnámabók (Reykjavík: Hið
íslenska fornritafélag, 1968), 176–177.