Saga - 2022, Page 176
Ketill gufa og Gufa Ketilsson
Landnáma er til í þremur megingerðum — það er Sturlubók, Hauks -
bók og Melabók.44 Af þeim er Sturlubók (sem Sturla Þórðar son
lögmaður ritaði) best þekkt og hefur mótað söguskoðun Íslend inga
um aldir. Melabók er minnst þekkt en frásögn hennar er í mörgum
greinum ólík því sem segir í Sturlubók. Tökum til dæmis fyrsta
landnámsmanninn, Ingólf. Í Sturlubók er hann sagður Arnar son. Í
Melabók er hann sagður Björnólfsson, afkomandi Bjarnar bunu hins
ágæta hersis í Sogni og í beinni frændsemi við helsta forystufólk
landnámsins við Breiðafjörð, líkt og Björn austræna og Auði djúp -
úðgu. Ég tel engan vafa á því að Melabók hafi rétt fyrir sér í þessu
efni, líkt og í mörgu öðru. Frásögn hennar myndar því kjarnann í
bók minni Eyjan hans Ingólfs. Í bók sinni LSV gerir Bergsveinn ekki
tilraun til þess að greina á milli þessara þriggja gerða Land námu og
virðist ekki nýta sér upplýsingar úr Melabók. Ingólfur er til að
mynda kallaður Arnarson eftir Sturlubók. Þetta er samt atriði sem
ætti að skipta Bergsvein miklu máli. Samkvæmt ættfærslu Mela -
bókar er Ingólfur tengdur þeim bræðrum Geirmundi og Hámundi
heljarskinni.
Ég leyfði mér að setja fram þá tilgátu í andsvörum mínum, „14
rangfærslum Bergsveins svarað“, að hinar mörgu meinlegu villur í
heimildanotkun sem Bergsveinn gerðist sekur um við ritun álits-
gerðar sinnar, „Stolið og rangfært“, stafi af því að hann hafi ekki
þekkt til Melabókar. Það skýrir meðal annars þá ásökun að ég hafi
stolið úr LSV þeirri hugmynd að þau Hjör og Ljúfvina, foreldrar
Geirmundar heljarskinns, hafi búið á Ögvaldsnesi í Noregi. Svo vill
til að í Melabók er hin merka ætt Geirmundar tengd við Ögvaldsnes
og sagt berum orðum að þau Hjör og Ljúfvina hafi dvalist á Roga -
landi. Það er því algerlega augljós ályktun í ljósi þess að Hjör kon-
ungur átti ríki á Rogalandi að hann hafi setið á Ögvaldsnesi líkt og
aðrir konungar Rogalands, bæði fyrir og eftir hans tíð. Það er því
ekki að undra að þessi ásökun um þjófnað sem Bergsveinn setti
fram í álitsgerð sinni sé ein af mörgum sem gufuðu upp í Sögugrein
hans.
ásgeir jónsson174
44 Þegar vísað er til Melabókar er átt við Landnámabók, Melabók AM 106. 112 fol.,
gefin út af Kommissionen for det Arnamagnæanske legat (Kaupmannahöfn:
Gyldendal, 1921).