Saga - 2022, Síða 183
Andmæli við doktorsvörn
Braga Þorgríms Ólafssonar
Föstudaginn 25. febrúar 2022 varði Bragi Þorgrímur Ólafsson doktorsritgerð
sína í sagnfræði í Hátíðasal Háskóla Íslands. Ritgerð Braga ber heitið Í út -
lendra höndum. Jón Sigurðsson og handritasöfnun á Íslandi 1840–1880. And mæl -
endur við vörnina voru Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði
við Háskóla Íslands, og Simon Halink, sérfræðingur við Frísnesku akadem-
íuna í Hollandi. Doktorsritgerðin var unnin undir leiðsögn Más Jónssonar,
prófessors við Háskóla Íslands, en einnig sátu í doktorsnefnd Margrét Eggerts -
dóttir, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslensk um
fræðum, og Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands. Hér
á eftir fara andmæli Guðmundar og Simons.
guðmundur hálfdanarson
Markmið og kenningar
Líf fárra Íslendinga hefur verið rannsakað jafn rækilega ofan í kjölinn og
prestssonarins frá Hrafnseyri við Arnarfjörð, Jóns Sigurðssonar. Um hann
hafa verið skrifaðar bæði fræðilegar og alþýðlegar ævisögur, stjórnmálabar-
átta hans hefur verið krufin til mergjar í ritum og ritgerðum, sem og pólitísk
arfleifð hans. Lengi voru þessi skrif brennd marki helgisögunnar — Jón var
óumdeild þjóðhetja Íslendinga og því taldist viðeigandi að umgangast hann
með tilhlýðilegri virðingu og varúð. Íslendingar dáðust líka fölskvalaust að
þjóðhetjunni, eins og lesa má í ummælum Jóns Jónssonar sagnfræðings, sem
síðar tók upp ættarnafnið Aðils, um nafna sinn Sigurðsson í ræðu sem hann
flutti af svölum Alþingishússins 17. júní 1911: „Hann er sannkallað mikil-
menni í orðsins fylsta skilningi, mikilmennið, sem allir líta upp til, ein hin
dýrlegasta guðs gjöf, sem þessari þjóð hefir í skaut fallið, — lifandi upp-
spretta ljóss og yls, sem hefir lýst tveim kynslóðum og tendrað eld í þúsund-
um hjartna um land alt“.1 Til lengdar ýtti upphafningin ekki beinlínis undir
Saga LX:2 (2022), bls. 181–196.
1 „Aldarminning Jóns Sigurðssonar forseta 1811 — 17. júní — 1911,“ Ísafold 17.
júní 1911, 1. Sjá einnig: Páll Björnsson, Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá
andláti til samtíðar (Reykjavík: Sögufélag, 2011).
A N D M Æ L I