Saga - 2022, Blaðsíða 190
því alls ekki ljóst af skrifum Jóns hvort hann sá fyrir sér fyllilega sjálfstætt
þjóðríki á Íslandi en við getum þó reiknað með að hvatning hans til framfara
á Íslandi, hvort sem þær birtust í formi aukinnar menntunar eða uppbygg-
ingu fjölbreyttara og öflugra hagkerfis, hafi verið hugsuð sem liður í að búa
Íslendinga undir aukna sjálfstjórn. Það var greinilegt að hann sá þetta fyrir
sér sem langtímaverkefni — okkur liggur „ekki á sjálfsforræði fremur en
verkast vill,“ skrifaði hann í bréfi til Konrads Maurer árið 1865, „heldur
þurfum við að flakka 40 ár í réttleysisins eyðimörk …“.14 Handritasöfnun
Jóns endurspeglar þessi viðhorf til Íslands og getu íslenskra stofnana til að
takast á við þau verkefni sem þeim voru ætluð því að, eins og hann benti á
í áðurnefndu bréfi til Norðanfara, þá var langt í land árið 1867 með að
prentsmiðjan í Reykjavík hefði bolmagn til að standast kröfur Bókmennta -
félagsins um prentun handritaútgáfna á við prentsmiðjur í Kaupmanna -
höfn. Á þessu var þó að verða breyting er leið undir lok ævi Jóns, að
minnsta kosti ef marka má ummæli Matthíasar Jochumssonar sem vitnað er
til í doktorsritgerðinni. „Öldin er breytt frá því sem áður var“, skrifar hann
í bréfi til Jóns árið 1876, „Rvíkurmenntun og Rvíkur-vrövl er nú centrum
landsins, en Höfn var það um tíma áður. Ég held þér gjörðuð meira gagn —
fyrirgefið mér! … ef þér gætuð verið hér …“ (136). Þessi orð bera vott um
vaxandi sjálfstraust íslenskra menntamanna er leið á nítjándu öldina og trú
þeirra á að brátt gæti þjóðin sinnt sinni menningu sjálf og sú menningariðja
skyldi eiga sér stað á Íslandi en ekki í Kaupmannahöfn. Kannski var þetta
einmitt von Jóns Sigurðssonar og trú þótt hann nefni það ekki beinlínis í
skrifum sínum.
Handritin og „alþýðan“
Síðasti þráðurinn í ritgerðinni sem mig langar að minnast stuttlega á er
afstaða Jóns Sigurðssonar til handritaeignar alþýðu. Doktorsefni nefnir
þessa áhugaverðu hlið handritasöfnunar Jóns en skoðar hana ekki skipu -
lega. Hún snýr að annars konar flutningi handrita en frá Íslandi til Dan -
merkur eða innan Íslands til Reykjavíkur, það er að segja frá íslensku al -
þýðu fólki til menntafólks hvort sem var í Kaupmannahöfn eða Reykjavík.
Ástríðufull handrita söfnun menntamanna á borð við bæði Árna Magnússon
og Jón Sigurðsson var ávallt réttlætt að hluta til með því að almenningur
kynni ekki með þessa dýrgripi að fara og í umsjá ómenntaðra bænda lægju
þeir ónotaðir og undir skemmdum. Jóni fannst þannig að handritin þyrfti
andmæli188
til Auðar Hauksdóttur sjötugrar, ritstj. Gísli Magnússon (Reykjavík: Stofnun Vig -
dísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, 2020), 59–65.
14 Minningarrit aldarafmælis Jóns Sigurðssonar. 1811–1911. 17. júní (Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 1911), 392–393.