Saga - 2022, Blaðsíða 192
endurómi röksemdafærslu Jóns Sigurðssonar, þegar hann reyndi að fá landa
sína til að senda handrit sín til Kaupmannahafnar.15 Það er áhugavert að
upplifa hvernig sömu rök eru nú notuð með nákvæmlega gagnstætt
markmið í huga, nefnilega að skila handritunum aftur til Íslands. Margt hef-
ur breyst síðan Jón forseti setti fram rök sín (það er sem betur fer ekki lengur
skortur á fræðimönnum hér á Fróni), og mikið hefði verið áhugavert að
heyra álit Jóns á þessu nýjasta handritamáli.
Ég leyfi mér að byrja á því að taka fram að Bragi Þorgrímur hefur skilað
einstaklega vel unninni doktorsritgerð. Hún er ekki bara vel skrifuð og
byggð á afar víðtækri heimildasöfnun, heldur tekst höfundinum vel að kort-
leggja upphaf íslenskra menningarstofnana um miðbik nítjándu aldar og
deilur um söfnun og útflutning handrita frá Íslandi. Doktorsefnið sýnir fram
á að hann hefur ítarlegan skilning á samspili efnislegra og hugmynda -
fræðilegra þátta handritasöfnunar, eins og ef til vill aðeins bókavörður sem
eyðir mestum tíma sínum við þessi handrit gæti náð tökum á. Allt í allt er
þetta aðdáunarvert afrek. Skrif franska félagsfræðingsins Pierres Bourdieu,
tékkneska sagnfræðingsins Miroslavs Hroch og hollenska bókmenntafræð -
ingsins Joeps Leerssen mynda fræðilega umgjörð ritgerðarinnar og í því
samhengi eru margar og fjölbreyttar frumheimildir skoðaðar. Þar með fyllir
ritgerðin í mikilvægar eyður í skilningi okkar á mikilvægi handritasöfnunar,
og á hlutverki Jóns í því. Rannsóknin leiðir í ljós heillandi þversögn: hand-
ritamál nítjándu aldar var að einhverju leyti baráttumál, en samt almennt
séð ekki talið nógu mikilvægt til að fjárfesta í viðeigandi húsnæði til að
varðveita handritin á Íslandi.
Notkun kenninga
Eitt af því sem mig langar að ræða, sem svar við þessari ritgerð, varðar hlut-
verk eða stöðu Jóns Sigurðssonar í víðara samhengi þjóðernishreyfingarinn-
ar, og þá sérstaklega í tengslum við kenningar þeirra Miroslavs Hroch og
Joeps Leerssen. Doktorsefnið kynnir þessar kenningar um sögulega þróun
þjóðernishreyfinga, eða þriggja þrepa líkan (e. three-phase model) afar vel í
inngangsköflum, en að vissu marki vantar gagnrýna meðferð (e. critical
engagement) á viðfangsefninu, sem vekur grun um að notkun þessara kenn-
inga verði fyrst og fremst eins konar æfing í að uppfylla skilyrði fyrir ritgerð
af þessu tagi — eða að „haka í box“. En þessi grunur á sem betur fer ekki
við rök að styðjast, eins og meginhluti ritgerðarinnar leiðir í ljós. Í megin-
köflunum eru umræður um handritin, söfnun þeirra og útflutning, tengdar
andmæli190
15 Upptaka af fyrirlestrum á málþingi Sagnfræðingafélags Íslands um handrita-
málið nýja, sem fór fram þann 3. júní 2021, er aðgengileg á youTube-rás félags-
ins.