Saga - 2022, Page 194
Cultural nationalism involved an intense cross-border traffic of ideas
and intellectual initiatives, and its participating actors often operated
extraterritorially and in multi-national intellectual networks. This
means that cultural nationalism needs to be studied on a supranational
comparative basis rather than country-by-country, concentrating on the
exchange and transfer of ideas and activities.17
Jón Sigurðsson var hluti af þessu tengslaneti, og vann svo sannarlega ekki í
tómarúmi. Hvernig eigum við þá að túlka hlutverk erlendra menntamanna
í tilurð íslenskra handritasafna? Hvernig staðsetjum við til dæmis Bretann
George Stephens eða Danina Rasmus Chr. Rask og C.C. Rafn (sem allir
lögðu sitt af mörkum til björgunar handrita og stofnunar bóka- og handrita-
safns í Reykjavík) í Hroch/Leerssen-líkaninu um þróun íslenskrar þjóðernis -
vitundar? Höfðu þeir áhuga á kröfum Íslendinga um pólitísk réttindi eða
pólitískum fjöldahreyfingum á Íslandi?
Erlendir menntamenn voru margoft meðal þeirra fyrstu til að gefa til
kynna að tiltekið menningarsamfélag eða tungumál ætti á hættu að hverfa,
og leitast við að vekja athygli almennings á þessu. Þessir textafræðingar og
fræðimenn snemma á nítjándu öld eru því að vissu leyti menningarlegir eða
siðferðilegir frumkvöðlar (e. moral entrepreneurs, hugtak sem félagsfræðingar
hafa notað í sambærilegu samhengi18) sem sameinuðu fræðilega viðleitni
sína og frumkvæði til að bjarga öllu (tungumáli, mállýskum, þjóðsögum og
svo framvegis) sem hægt var að bjarga, áður en það yrði of seint. Helsti
moral entrepreneur íslensks menningarþjóðernis var ef til vill danski málfræð -
ingurinn Rasmus Chr. Rask, og maður gæti jafnvel haldið því fram að hann,
frekar en nokkur Íslendingur, hafi verið meginupphafsmaður fyrsta þreps
Hrochs með því að stofna Hið íslenska bókmenntafélag árið 1816.
Ef við lítum nánar á stöðu Jóns Sigurðssonar í þessu alþjóðlega neti
fræðimanna, í ljósi þess sem Leerssen kallar „interlocking nationalisms“ og
sem Dan Sperber hefur lýst sem eins konar „contagion des idées“ eða „epi-
demiology of beliefs“ sem tengdi alla Evrópu,19 þá má spyrja hvaðan Jón
fékk hugmyndir sínar varðandi tengsl handritasöfnunar og sjálfstæðisbar-
áttunnar. Eru skoðanir hans á handritasöfnun dæmigerðar eða óhefðbundn-
ar í samanburði við skoðanir safnara og menntamanna í öðrum löndum?
Fróðlegt hefði til dæmis verið að lesa nánar um bein áhrif danskrar þjóðernis -
andmæli192
17 Joep Leerssen, „Nationalism and the cultivation of culture,“ Nations and
Nationalism 12, nr. 4 (2006): 559–578, hér 559.
18 Stanley Cohen, Folk Devils and Moral Panics (MacGibbon and Kee: London,
1972).
19 Dan Sperber, „The epidemiology of beliefs,“ í The Social Psychological Study of
Widespread Beliefs, ritstj. C. Fraser og G. Gaskell (Oxford: Clarendon Press, 1990)
25–44, og La contagion des idées (París: Odile Jacob, 1996).