Saga - 2022, Síða 195
hreyfingar á hugmyndir Jóns. Áhrif rómantískra skálda eins og Adams
Oehlenschläger á rit Fjölnismanna hafa hlotið mikla fræðilega athygli,20 en
hvernig hafa raunsæismenn á borð við til dæmis Orla Lehmann, sem voru
eins og Jón ekki of hrifnir af hugmyndinni um að endurvekja víkingaöld,
haft áhrif á umræðuna á Íslandi? Það hefði getað gefið spennandi nýja
innsýn að setja hugmyndir Jóns í sterkara alþjóðlegt samhengi.
Meira hefði einnig mátt gera úr vináttunni sem ríkti milli Jóns og Kon -
rads Maurer, sem snerist um meira en bara handrit. Andlegur stuðningur
hans í pólitískum málum (sem gerði Konrad að einhverju leyti persona non
grata í Danmörku) var Jóni mikils virði og velþóknun svo mikils fræði manns
var mikilvæg. Nánari skoðun á þessum persónulegu víddum í tengsla neti
Jóns hefði getað bætt skilning okkar á tengslunum milli forntextafræði og
pólitískrar hugmyndafræði (þó að það myndi að vísu leiða okkur út fyrir
ramma þessarar rannsóknar).
Það væri áhugavert að rannsaka hvort hlutverk útlendinga í þessari þró-
un sé einstakt, hvort þetta sé séríslenskt fyrirbæri, eða þvert á móti hvort
þetta sé bara dæmigert, sérstaklega þegar er um smáþjóðir er að ræða.
Hvernig bætir þessi ritgerð nýrri innsýn við það sem við vitum nú þegar
um hlutverk eða virkni handritasafna og forntextafræðinnar í þjóðmála-
umræðu nítjándu aldar? Og að hve miklu leyti er hlutverk Jóns Sigurðs -
sonar annaðhvort einstakt eða dæmigert í þessu samhengi? Hversu gagn -
legt er það að túlka Jón sem fulltrúa fyrsta stigs Hrochs í þróun þjóðernis-
hreyfinga? Þróunin á þessu stigi er venjulega tengd rómantík og hugmynda -
fræðilegri forntextafræði, eða ferlinu sem Joep Leerssen kallar „the national
cultivation of culture“ (eða þjóðernislega ræktun menningar).21 Er gagnlegt
að setja Jón á þetta stig, ásamt Sigurði málara og Rasmusi Rask? Eða væri
áhugaverðara að skoða hugmyndir Jóns einnig í samhengi við aðrar, kannski
hagnýtari gerðir af ættjarðarást?
Jón Sigurðsson og rómantíkin
Síðasta atriðið sem mig langar að benda á í svari við þessari ritgerð, tengist
þeirri niðurstöðu að Jón Sigurðsson hafi verið mjög órómantískur maður.
Þetta tengist alræmdum erfiðleikum við að finna rétta skilgreiningu á hug-
takinu rómantík, sem í sumum tilfellum dregur úr skilningi okkar á sögu-
andmæli 193
20 Sjá t.d.: Jón Karl Helgason, „“Snorri’s Old Site Is a Sheep Pen”: Remarks on
Jónas Hallgrímsson’s Poem “Ísland” and Iceland’s Nation Building,“ í Mytho -
logy and Nation Building: N.F.S. Grundtvig and His European Contemporaries, ritstj.
Sophie Bønding, Lone Kølle Martinsen og Pierre-Brice Stahl (Árósar: Aarhus
Univer sity Press, 2021), 255–283.
21 Joep Leerssen, „Nationalism and the cultivation of culture“.