Saga - 2022, Síða 196
legum fyrirbærum, frekar en að upplýsa þau. Sumir hafa jafnvel lagt til að
eyða þessu hugtaki algjörlega úr fræðilegu orðalagi. Ég held hins vegar að
það væri gagnlegra að sætta sig við margræðni hugtaksins, og bæta við
fyrir varanum „to the effect that he who has some understanding of the
meaning of Romanticism ceases to expect or to seek a neat dictionary defi-
nition“.22
Doktorsefnið segir (á bls. 169) að það veki athygli að Jón fjalli ekki um
handritin í þjóðernislegum tilgangi á sama hátt og Fjölnismennirnir gerðu í
umfjöllun sinni um sögulegar minjar sem aflvaka ættjarðarástar, eða
„þjóðdírindi“. Hér bendir hann meðal annars á rannsóknir Guðmundar
Hálfdanarsonar sem telur að sýn Jóns Sigurðssonar á framtíðarskipan ís -
lensks samfélags hafi að flestu leyti verið „mjög órómantísk“. Þá var sögu-
speki hans heldur „ekki sérlega rómantísk“, svo vitnað sé til orða Inga
Sigurðssonar, og segir Gunnar Karlsson að Jón hafi einfaldlega verið „afar
órómantískur maður, enda ónæmur á tilfinningarök Fjölnismanna“ (líka á
bls. 169), svo dæmi séu nefnd. Í ljósi þessarar greiningar mætti kannski velta
því fyrir sér hvort hugtak Joeps Leerssen um þjóðernislega ræktun menn-
ingar, sem er einkennandi fyrir rómantíska þjóðernishyggju á nítjándu öld,
sé gagnlegasta líkanið til að nota í þessari ritgerð. Var Jón að rækta þjóð -
menningu á þjóðernislegan hátt, eingöngu með því að safna handritum?
Jón gerði jú grín að söguspeki og fortíðarþrá Fjölnismanna og skrifaði
meðal annars: „Ef menn fylgdu hugsun þeirra lengra fram, þá yrði heiðin-
dómurinn á Íslandi bestur, og heiðingjarnir í fornöld menntaðastir og ypp-
arstir menn, þá yrði hin kristna öld með páfatrúnni svona í meðallagi: lakari
nokkru en heiðindómurinn, en þó nokkru skárri en lúterska öldin … varð
þá allra slökust“ (172). Ennfremur taldi Jón það ópraktískt, frá pólitísku
sjónarhorni, að „reyna til að leiða umbæturnar fram í gegnum barbarí“ í
staðinn fyrir civilisation (í bréfi til Gísla Hjálmarssonar, 1841): „Þessi bar baríis
gullöld er nú einu sinni liðin, og kemur aldrei aftur, og að vilja reproducera
hana er fásinna mesta og ómögulegt, en hún á að vera til samburðar og
viðvörunar“. Hér lýkur tilvitnuninni í ritgerðinni (171), en það er einmitt
setningin sem fylgir næst í bréfinu sem vekur athygli: „… og finnst mér, að
hún [þ.e. gullöldin] geti jafnvel vakið þjóðernistilfinningu: en eg vil ekki
heldur hafa (hana) til annars en að sýna, að til sé og til hafi verið íslenzkt
þjóðerni.“
Hvað getum við ályktað af þessu? Hversu órómantískur var Jón Sig -
urðsson í raun og veru? Auðvitað var hann ekki Fjölnismaður: hann var
fyrst og fremst raunsæismaður, en trú hans á eilíft íslenskt þjóðerni á greini-
lega rætur í lífrænni þjóðernishugmynd Johanns Gottfrieds Herder, og er
mótuð af þeirri pólitísku rómantík sem þróaðist ekki síst í Þýskalandi á tím-
um frönsku byltingarinnar og Napóleonsstríðanna og breiddist þaðan út til
andmæli194
22 Lilian R. Furst, Romanticism (London: Methuen & Co, 1976), 62.