Saga - 2022, Qupperneq 197
Danmerkur. Samkvæmt henni eru þjóðir lífrænar heildir með sál, þjóðarsál,
sem birtist í menningu þjóðarinnar og þá ekki síst í tungumálinu. Alveg í
anda Rasmusar Rask óttaðist Jón árið 1858 að „hver stafur [yrði] skrifaður á
dönsku að fám árum liðnum“ ef embættismenn hættu ekki að skrifa og
þýða bréf yfir á dönsku.23 Þessi rómantíska afstaða til tungumálsins og
þjóðernisins var ein orsök þess að Jón barðist fyrir aukinni sjálfstjórn Íslend -
inga.
Hér væri gott að víkja aðeins að einum af leiðbeinendum Jóns, Finni
Magnússyni. Ævi Finns og hugmyndaheimur hans eru afar áhugavert og
vanmetið rannsóknarefni, hvað varðar þjóðerniskennd Íslendinga á fyrri
hluta nítjándu aldar. Jón Sigurðsson var skrifari hans um skeið í Kaup -
manna höfn, og var áfram hluti af fræðiumhverfi hans.24 Finnur var ekki
beinlínis pólitískur þjóðernissinni; hann var sáttur við yfirráð Danakonungs
hér á landi, eins og áður hefur verið nefnt. En hann var aftur á móti mjög
rómantískur maður, ef til vill jafnvel „romantic to the core“ eins og Andrew
Wawn kemst að orði.25 Þrátt fyrir að Fjölnismönnum hafi þótt viðhorf hans
til stöðu Íslands í Danaveldi of íhaldssamt og úrelt hafði hvatning hans til
íslenskra skálda og listamanna, um að leita innblásturs í íslenskum miðalda-
bókmenntum, mikil áhrif á næstu kynslóð.
Finnur deildi áhyggjum Rasks af framtíð íslenskrar tungu, og hvatti
landsmenn sína til að stofna til þjóðlegrar bókmennta- og menningarlegrar
endurreisnar. Í Íslenzkum sagnablöðum, tímariti Hins íslenska bókmennta-
félags (sem hann var einn af stofnendum að) hvatti hann árið 1823 landa
sína til að taka upp penna og skapa íslenskar bókmenntir innblásnar af forn-
um bókmenntum þeirra. Aðeins þannig gætu Íslendingar orðið eins stór-
kostlegir og þeir voru einu sinni, í fjarlægri fortíð:
Íslendingar! Skylda vor og heiður krefja af oss dáð og dugnað, ef vér ekki
ætlumst til að kafna undir nafni og láta það spyrjast út um allan heim: að
andagift feðra vorra sé frá oss horfin, og allar tilraunir munu ónýtast er
viðhalda eigi bókmenntum og alþjóðlegum fróðleik á meðal vor.26
Þetta má kalla skólabókardæmi um rómantíska virkjun og ræktun menning-
ar og um notkun hugmyndarinnar um gullöld þjóðarinnar sem eins konar
andmæli 195
23 Kristjana Vigdís Ingvadóttir, Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu (Reykjavík:
Sögufélag, 2021), 21.
24 Clarence E. Glad, „Jón Sigurðsson“.
25 Andrew Wawn, The Vikings and the Victorians. Inventing the Old North in 19th-
Century Britain (Cambridge: D. S. Brewer, 2002 [2000]), 189. Sjá einnig Simon
Halink, „A Tainted Legacy. Finnur Magnússon’s Mythological Studies and
Iceland’s National Identity,“ Scandinavian Journal of History 40, nr. 2 (2015): 239–
270.
26 Finnur Magnússon, Íslenzk sagnablöð 7 (1822–1823): 56.