Saga - 2022, Page 198
„stick with which to beat the present“, svo að vitnað sé til orða Walters
Goffart.27 En þessi tillaga um menningarlega endurnýjun hefur engar póli-
tískar afleiðingar og felur á engan hátt í sér kröfu um aukna sjálfsstjórn
Íslendinga. Finnur og Jón geta því talist spegilmynd hvors annars, vegna
þess að sá fyrstnefndi lagði til ræktun menningararfs án pólitískra krafna,
en Jón setti fram pólitískar kröfur án þeirrar menningarræktunar sem ein-
kenndi tímabil hans.
Munurinn á ástríðufullum upphrópunum Finns og fræðilegri aðferða -
fræði Jóns við miðaldabókmenntir er augljós. En samt er ég þeirrar skoð -
unar að menningarkvíði Rasks og Finns Magnússonar, sem þeir tjáðu í skrif-
um og ritgerðum sínum, hafi skilið eftir sig dauf spor í afstöðu Jóns til
íslenskrar tungu og þjóðernis, sem gaf tilefni til hinnar sérkennilegu sam-
setningar pólitísks og menningarlegs aktívisma sem einkennir þjóðernis-
hreyfingar nítjándu aldar. Við vitum að Gamli sáttmáli var lykilheimild í
pólítiskri röksemdafærslu Jóns. En hvað með allt hitt? Hver voru viðmið
Jóns og skoðanir varðandi notagildi mismunandi tegunda fornbókmennta?
Og hvaða áhrif höfðu viðhorf og áhugi hans á þessu sviði á tilurð og þróun
söfnunar hans í gegnum árin? Það getur verið flóknara en búist var við að
gera greinarmun á duldum rómantískum hvötum Jóns og raunsæi hans.
Ættum við því kannski, með hliðsjón af margræðni hugtaksins róman -
tík, að sleppa þeirri hugmynd að Jón Sigurðsson hafi almennt verið óróman -
tískur maður og líta frekar á hann sem fulltrúa sömu menningarhreyfingar
og Rasmus Rask og Fjölnismenn tengjast, og setja hann einmitt á fyrsta þrep
Hrochs? Myndi hugtakið raunsæis- eða hagnýtingarrómantík eiga við hér? Eða
myndi slíkt þversagnakennt hugtak (ekki ólíkt hugmyndinni um „anti-rom-
antic romanticism“)28 aðeins auka á tvíræðni hins vandræðalega hugtaks
rómantíkur?
andmæli196
27 Walter Goffart, Narrators of Barbarian History (A.D. 550–800). Jordanes, Gregory
of Tours, Bede, and Paul the Deacon (South Bend: University of Notre Dame
Press, 2005) 254.
28 Sjá t.d. Richard Handler, „Anti-Romantic Romanticism: Edward Sapir and the
Critique of American Individualism,“ Anthropological Quarterly 62, nr. 1 (1989):
1–13.