Saga - 2022, Blaðsíða 203
litlu við fyrirliggjandi þekkingu lesandans á högum fatlaðs fólks í fortíð og
samtíð. Slík notkun á hugtökum og kenningum í fötlunarfræði er langt í frá
einsdæmi í ritgerðinni og á heildina litið sakna ég þess að greiningarmögu-
leikar fötlunarfræðinnar séu notaðir til að segja eitthvað bitastætt um varn-
arleysi, gláp, valdaformgerðir og stöðu fatlaðs fólks innan þeirra, hvernig
fatlað fólk skapar óreiðu í almannarýminu og afleiðingar þess fyrir það
sjálft, en slíkt hafa til dæmis Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og fleiri gert. Þó
skal tekið fram að í ritgerðinni glittir á stöku stað í umfangsmeiri nýtingu á
tækjum fötlunarfræðinnar, þá fyrst og fremst í kaflanum um Sæfinn Hannes -
son „á 16 skóm“ og Odd Sigurgeirsson þar sem umfjöllun um hópgláp,
ósýnileika, jaðarsetningu og fötlun er fléttuð saman á áhugaverðari hátt en
víðast í ritgerðinni (197–199). Umfangslítil notkun á greiningartækjum fötl-
unarfræðinnar vekur upp spurningar um hvers vegna hún sé lögð doktors-
ritgerðinni til grundvallar og talsverðu púðri eytt í að búa til fræðilegan
ramma þar sem fötlunarfræði sé miðlæg þegar möguleikar hennar eru ekki
nýttir að ráði eða henni beitt með yfirgripsmeiri hætti en raun ber vitni.
Í þessu samhengi er einnig vert að íhuga hversu vel eða illa fötlunar -
fræði og einsaga eigi saman eins og þessi fræðasvið birtast í doktorsritgerð
Sólveigar Ólafsdóttur. Hún gerir „aðferðafræðilega tilraun“ til að samþætta
þessi tvö fræðasvið „með það í huga að efna til skarprar samfélagslegrar
greiningar á högum fatlaðs fólks fyrri tíðar“ (9). Það er vissulega verðugt
markmið en þegar efndirnar eru ekki í samræmi við það sem lagt var upp
með í inngangi ritgerðarinnar þá vakna spurningar um hvort einsaga og
fötlunarfræði fari vel saman. Fötlunarfræði glímir vissulega við reynslu og
lífsferla fatlaðs fólks en þó ekki síst við samfélög, samfélagslegar formgerðir
og hvernig þessar formgerðir móta stöðu og jaðarsetningu fatlaðs fólks.
Einsagan einblínir aftur á móti á einstaklinga eða lítil samfélög. Sólveig
sækir nálgun sína á einsöguna til hugmynda Sigurðar Gylfa Magnússonar
um einvæðingu sögunnar þar sem gildi stærra samhengis er hafnað að
mestu. Því er lögð áhersla á „að horfa nær eingöngu á einstaka drætti í lífi
þessa hóps án þess að setja það í stærra samhengi“ (212). Þrátt fyrir að
Sólveig leitist jafnframt við að „þenja skala einsögunnar til hins ítrasta“ (171)
og „draga fram ákveðna formgerð samfélagsins“ (212) sem er talin hafa
áhrif á líf allra, til dæmis ferminguna, vistarskyldu og ómagaframfærslu, þá
velti ég fyrir mér hvort þröngt sjónarhorn einsögunnar setji fræðasviðum
eins og fötlunarfræði, sem snúast öðrum þræði um samfélag og formgerðir,
of þröngar skorður til að hægt sé að beita nálgunum og kenningum þeirra
með árangursríkum hætti. Það er talsverð áskorun að samþætta tvær fræði -
greinar sem grundvallast á mjög ólíkum, jafnvel andstæðum viðhorf um til
formgerða samfélagsins, en til að raunveruleg samþætting eigi sér stað þarf
að huga betur að því hvernig hægt sé að gera sjónarhorni fötlunarfræðinnar
hærra undir höfði.
andmæli 201